Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.

S01E57

 – Ólafur Þór Jóelsson er tölvuleikjanörd að atvinnu. Hann hefur verið þáttastjórnandi GameTíví frá því hann hóf göngu sína og nýtur þess enn í dag að spila tölvuleiki með vinum sínum, nú orðinn um fimmtugur. Á sínum yngri árum lét Ólafur sig dreyma um að verða leikari eða uppistandari en lét aldrei verða af því að taka stökkið af alvöru. Í dag er hann þó nokkuð viss um að draumurinn hafi alltaf verið sá að geta glatt fólk og sent það frá sér brosandi út í daginn. Ólafur nýtur þess að bæta sjálfan sig, var virkur í Dale Carnagie þar sem hann lærði margt sem hjálpað hefur honum í gegnum lífið og telur að hann hafi val um að vera hamingjusamur. Til þess þurfi að slökkva á fullkomnunarsinnanum og vera bara ánægður með að vera bara með sex í öllu. Þessari innsýn á lífið og heilmiklu um tölvuleiki deilir Ólafur með okkur í þessu viðtali.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Í Síminn Pay appinu getur þú keypt inneign hjá Play Air fyrir næstu utanlandsferð og út þessa viku er 20% afsláttur af öllum mat hjá Umami Sushi Bar!

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Bónus býður upp á STVF.

Bónus biður okkur vinsamlegast um að hjálpa þeim að skila öllum Bónuskerrunum heim! Kerrurnar eru auðlind og gera engum gagn á vergangi. Hér að neðan má finna hlekk á nýútgefna samfélagsskýrslu Bónuss fyrir árið 2020.

https://bonus.is/samfelagsskyrsla-bonus-2020/

 

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E56

 – María Heba er manneskja sem er ekki að flækja hlutina fyrir sér heldur veður beint á garðinn þar sem hún kemur að honum. Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inná skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. Í viðtalinu fáum við nasasjón af því hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir.

Gott spjall.

 

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Í appinu geturðu nýtt þér ótal tilboð frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Einnig getur þú látið gott af þér leiða með að styrkja gott málefni um upphæð að eigin vali.

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E55

 – Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. Hún tók þátt í að koma ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á legg sem opnaði fyrir gífurlega verðmætasköpun í íslenskum tónlistariðnaði, hún var lengi fréttaritari í London og nú nýlega var frumsýnd hennar fyrsta heimildarmynd „A Song Called Hate“ sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Nú í vetur flutti hún heim til Íslands eftir langa búveru í Bretlandi og hóf kennslu við Háskólann á Bifröst, stofnaði listþróunarfyrirtækið Glimrandi ásamt eiginmanni sínum og er í stjórn sumarnámskeiðsins Tungumálatöfra, en þar fá fjöltyngd börn og unglingar tækifæri til að rækta íslenskuna í gegnum listsköpun á Ísafirði. Anna Hildur er hvergi nærri hætt og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, en nú þegar hún nálgast sextugt er hún loksins búin að læra að segja nei.

Gott spjall.

 

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Sumartilboðið er komið í Síminn Pay appið! Galaxy Tab A7 4G á 35.994,- kr. staðgreitt, lækkað verð frá 59.990,- kr.! Eftir hverju ertu að bíða?

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E54

 – Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra; starfi sem fæst okkar myndum nokkurn tímann vilja taka að okkur. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattastjóra. Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Þegar vinnudeginum lýkur er hún svo bara miðaldra kona á hjóli í Reykjavík sem trúir því að allir séu að gera sitt besta.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Þessa vikuna er hægt að fá  iPhone 12 Pro Max 256GB – Silfur á léttkaupstilboði á 203.992,- krónur, eða á 36.000,- króna afslætti!

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E53

 – Aðalbjörn Tryggvason er betur þekktur sem Addi í Sólstöfum. Addi er ein stærsta þungarokkstjarna Íslendinga en í sínu daglega lífi er hann andlega þenkjandi snyrtipinni með áhuga á edrúlífi. Það hefur þó ekki alltaf verið svo; áður en hann varð edrú var hann til að mynda 'sponsaður' af Jim Beam viskíi og gat ekki ímyndað sér að koma fram allsgáður. Addi leyfir okkur að fá innsýn í hin ótrúlegustu ævintýri sem hann hefur upplifað í gegnum árin, það góða og það slæma, sögu Sólstafa og erfiðar breytingar innan hljómsveitarinnar í gegnum árin. Í dag á Addi dóttur, vinnur sem hljóðmaður og nýtur þess að vera í tengingu við lífið í kringum sig, meðfram því að vera áfram hrein og tær rokkstjarna.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Þessa vikuna er hægt að kaupa úr á 15% afslætti frá Garmin Búðinni, panta mat og leggja bílnum.

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Bónus býður upp á STVF.

Bónusréttur mánaðarins er spagettí bolognese sem fæst á tilboði út maímánuð: einungis 1.098,- krónur! Gott fyrir fólk sem er eitt heima og kann ekki að elda.

https://bonus.is/um-bonus/vorumerkinokkar/tilbunirrettir/

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

S01E52

 – Flest þekkja andlitið þótt þau viti ekki endilega hvað hann heitir. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bakvið samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltastrákur og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn okkur innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldsamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur af framtíðinni og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Þú getur borgað í stöðumælinn, pantað matinn og nælt þér í ýmis tilboð – allt á einum stað í Síminn Pay appinu. https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

S01E51 

 – Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysivinsælu uppskriftasíðu GulurRauðurGrænn&salt. Síðuna hefur hún rekið í nær 10 ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað okkur að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera GulurRauðurGrænn&salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar „Aldrei ein“ sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans um þessar mundir.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Nú er hægt að panta mat beint í gegnum Síminn Pay appið! Þessa vikuna er hægt að kaupa espressovélar á 20% afslætti á léttkaupstilboði. Tilboðið gildir til 12. maí. https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

S01E50

 – Sölku Sól Eyfeld þarf ekki að kynna – enda hefur hún ekki þurft að segja til nafns á Íslandi í mörg ár. Einn af hennar helstu styrkleikjum er að geta brugðið sér í hina ýmsu búninga; hún er Ronja Ræningjadóttir heillar kynslóðar, rappari, prjónakona og forvarnafyrirlesari svo fátt eitt sé nefnt. Sjálf segir Salka rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þá skemmir ekki fyrir að hún er góð í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast.

Gott spjall.

 

 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko:

https://reykjavikroasters.is/en/shop/dona-darko/

Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi í pokum út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Kauptu þér Roborock S6 ryksugu- og skúringaróbóta á 20% afslætti með léttkaupum í Síminn Pay appinu.  Tilboðið gildir til 5. maí 2021.

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Þykkvabæjar býður upp á STVF.

Í matinn er beikongratín.

https://www.thykkvabaejar.is/vorur/beikongratin-600-gr/

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

S01E49

 – Anna Fríða Gísladóttir er markaðsstjóri af guðs náð. Metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg; hún vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst.

Gott spjall.

 

 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem:

https://reykjavikroasters.is/en/shop/dona-nenem/

Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun

 

 – Bónus býður upp á STVF.

Verslaðu allskonar gúrmet í matinn með nýsótthreinsaða körfu í öllum verslunum Bónuss.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Kauptu þér Samsung Buds í eyrun á 25% afslætti í Síminn Pay appinu fram til 28. apríl 2021.

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Þykkvabæjar býður upp á STVF.

Í matinn er kartöflugratín.

https://thykkvabaejar.is/en/products/potatoes-au-gratin-with-mushrooms-600-gr/

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

S01E48

 – Valdimar Guðmundsson er söngvari, básúnuleikari og tónskáld úr Keflavík. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúninni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni og getur ekki beðið eftir að kynnast litla gaurnum sem koma á í heiminn í sumar.

Gott spjall.

 

 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-nenem/

Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun

 – Sjóvá býður upp á STVF.

Tilkynntu brotna iPadinn á https://www.sjova.is

 – Þykkvabæjar býður upp á STVF.

Á brauðinu er kalt brokkolísalat með beikoni og trönuberjum. Mmmm já. https://thykkvabaejar.is/vorur/brokkolisalat-m-beikoni-og-tronuberjum-400-gr/

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

 
 

Older Episodes »

Podbean App

Play this podcast on Podbean App