Episodes

Thursday Jul 30, 2020
#0011 Erna Hrönn
Thursday Jul 30, 2020
Thursday Jul 30, 2020
S01E11
– Erna Hrönn er söngkona frá náttúrunnar hendi, útvarpskona, táknmálsfræðingur og allrahandasnillingur. Hún brosir, syngur, hlær og tekur á öllum verkefnum með jákvæðni og stefnu á fullkomnun. 6 lög og 60 sinnum bakraddir í Eurovision, endalaus gigg af öllum stærðargráðum, 6 börn og nýtt hjónaband. En lífið er ekki áfallalaust og nákvæmlega núna stendur hún í stórræðum við að ná sér upp úr andlegri brotlendingu. Álag áranna og atburðir liðinna tíma náðu loksins í skottið á henni og þá sér í lagi einn ákveðinn atburður. Í þessu spjalli segir hún frá öllu og dregur ekkert undan, ekkert skrum og ekkert fát en heldur engar beiðnir um vorkun eða innihaldslaus faguryrði. Verkefnið er stórt og erfitt en hún ætlar sér á leiðarenda. Ótrúlegt spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.