Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.

S01E35

 – Rut Kára er innanhússarkitekt Íslands. Hún lærði á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíudvölinni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum um aðalsborið konungsfólk. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og auðvitað litum. Svo gott auga að litapalletta okkar allra hefur hreinlega breyst á þeim áratugum sem hún hefur starfað. Rut er Húsvíkingur, systir bekkjarbróður míns og skyld mér í fjórða ættlið. Og samt þekktumst við nákvæmlega ekki neitt. Merkilegur andskoti.

Gott spjall.

 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Volcan: https://reykjavikroasters.is/shop/el-volcan

 – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

S01E34

 – Sævar Helgi Bragason er stjörnusérfræðingur. Það stendur sennilega ekki á prófskírteininu hans en við þekkjum hann í það minnsta sirka svoleiðis. Hann hefur ótrúlegan áhuga á alheiminum og býr yfir þeirri gjöf að geta talað við okkur hin á þann hátt að við bæði hrífumst með og skiljum. Hann er náttúruverndarsinni og fjölmiðlastjarna, lúði – í jákvæðustu merkingu þess orðs – og gersamlega óþreytandi þegar kemur að því að miðla og fræða. Sævar er þó meira en það því hann er faðir og á von á öðru barni með sambýliskonu sinni. Hann hefur áhuga á fallegum hlutum, eldar góðan mat og drekkur góða drykki. Hann á skemmtilega fortíð að baki og hefur alltaf stefnt rakleiðis í sömu áttina – út í geim.

Gott spjall.

 – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

 – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

S01E33

 – Baldvin Z er stjörnuleikstjóri, framleiðandi, höfundur og allrahandakvikmyndagerðamaður. Órói, Vonarstræti, Lof mér að falla og fleiri myndir eru orðnar íslensk klassík nú þegar og þar að auki hefur hann dýft tánum í fleira, stuttmyndagerð, sjónvarpsþætti og heimildamyndagerð. Hann er einn eiganda Glassriver sem framleiðir hreyfiefni í samvinnu við þá sem gera hlutina best. Baldvin er fæddur og uppalinn á Akureyri, yngstur í stórum systkinahópi og missti móður sína úr krabba þegar hann var ungur. Tíminn fyrir slíkt er vitanlega aldrei góður en þetta áfall í bland við önnur beindu honum á örlítið vafasamar brautir framan af. Hann fór í gegnum allskonar sjálfskoðun en setur skurðpunkt við tímann þegar hann kynntist konunni sinni. Þá breyttist allt. Og já, Baldvin er trymbill í hinni goðsagnakenndu sveit Toymachine sem nýlega tók upp og gaf út frábæra plötu með 20 ára gömlu efni.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

S01E32

 – Eva Laufey er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað sem henni dettur í hug. Hún er útpæld í sínum aðgerðum, bissnesmanneskja fram í fingurgóma og með sitt á hreinu. Hún hefur þó þurft að finna taktinn, hefur spennt bogann of hátt og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Ung kona með lygilega stóra sögu miðað við aldur.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

S01E31

 – Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins. Hann er ekki í léttu hlutunum heldur tekur sér fyrir hendur að fjalla um erfið mál, vafasama og/eða ólögmæta framkomu fyrirtækja og einstaklinga og leitar sannleikans með flestum tiltækum ráðum. Hann er sjarmerandi á stundum fráhrindandi hátt, náttúrutöffari og gríðarlega fylginn sér. Hann ól flest fyrstu árin fyrir austan, fór ekki auðveldustu leiðina, sótti sjóinn og var upp á kant við lífið. Hann horfði upp á dauðann allt í kringum sig í uppvextinum og sá ekki fullan tilgang þar til hann virkjaði fréttanefið. Þá lá leiðin hratt upp og vestur á bóginn. Nú er hann orðinn fullorðnari en þá og einn sá allra fremsti á sínu sviði í Íslandssögunni. Allt þetta hefur tekið toll þótt það gefi líka. Hann hefði getað talað í 5 tíma til viðbótar.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

S01E30

 – Hlynur Páll er framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Hann hefur gríðarlega reynslu sem allra handa listrænn stjórnandi leikhúsanna og hefur komið að listum frá unga aldri, þá sérstaklega sviðslistum. Þótt Hlynur sé kominn á fimmtugsaldurinn reynir hann að leika sér eins mikið og hann getur og spilar borð- og spunaspil af miklum móð. Við Hlynur kynntumst einmitt fyrir sirka einu og hálfu ári síðan þegar við vorum boðaðir til sama spunaspilsins og höfum spilað saman mjög reglulega síðan. Hlynur er einn allra skemmtilegasti, best gefni, frjóasti og áhugaverðasti einstaklingur sem ég hef kynnst á seinni árum.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

S01E29

 – Birgitta Haukdal er poppstjarna og rithöfundur. Hún er frá Húsavík og tengist heimabænum sterkum böndum. Þar ólst hún upp en flutti suður í borgina til þess að elta tónlistina. Árin þar á undan höfðu reynst henni erfið því hún missti eldri bróður sinn þegar hann tók líf sitt, þá sjálfur á unglingsaldri. Síðar meir missti Birgitta vinkonu sína á sama hátt og allt hefur þetta vitaskuld markað hana til framtíðar. Við Birgitta þekkjumst ágætlega án þess þó að vera nánir vinir. Ég þekkti sjálfur bróður hennar lítið eitt og Þórdísi vinkonu hennar mun betur. Þá hef ég að auki sjálfur kynnst sjálfsvígum á eigin skinni sem einnig ber á góma í þættinum. Þetta ræddum við allt saman, en auðvitað allskonar skemmtilega hluti líka.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

S01E28

 – Björgvin Franz er múltítalent og orkusprengja. Hann er leikari, söngvari, eftirherma, sjónvarpsmaður, mikill gleðigjafi og afskaplega margt fleira. Hann er sonur tveggja af allra fremstu gamanleikurum þjóðarinnar fyrr og síðar og líf hans hefur litast af því – bæði góðum litum en líka erfiðum. Hann hefur farið í gegnum mikla sjálfsskoðun á seinni hluta ævinnar og horfst í augu við bresti sína og aðra djöfla. Hann varð nýlega fyrir áfalli þegar Gísli Rúnar faðir hans fyrirfór sér eftir ævilanga baráttu við þunglyndi og vinnur úr því á aðdáunarverðan hátt. Björgvin hefur 100% húmor fyrir sjálfum sér og göllum sínum en gerir sér mögulega ekki fulla grein fyrir öllum kostunum. Og þeir eru margir því Björgvin Franz er snillingur.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

S01E27

 – Selma Björnsdóttir er söngkona, leikkona, leikstjóri og svo margt fleira að það er ómögulegt að telja það upp. Hún kom Íslandi á Eurovision-kortið þegar hún söng All Out Of Luck árið 1999 sem gerði hana að súperstjörnu. Hún er listakona fram í fingurgóma, skelegg, fylgin sér og stendur fast á sínu. Hún heldur einkalífinu út af fyrir sig og líður ekkert kjaftæði. Hún lætur ekkert stoppa sig en ef það er eitthvað sem hefur komist nærri því að stoppa hana er það kvíði og framkomuótti. Hún er athafnastjóri hjá Siðmennt og hefur lagt stund á ótrúlegustu hluti, bæði skemmtilega og leiðinlega. Selma er ótrúleg blanda af skipulagi og kaótík.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

S01E26

 – Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, 8 þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Hún er fráskilin og djúpt hugsandi manneskja sem líður ekki vel þegar allt stendur í stað. Hún sér gleðina í litlu hlutunum og trúir á að vinna vinnuna sem vinna þarf þegar ástríðuverkefni banka upp á. Ég gleymdi að spyrja hana að því hvort hún gæti hugsað sér að verða forseti lýðveldisins en ef svarið hefði verið já og af því yrði værum við í réttum höndum.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Older Episodes »

Play this podcast on Podbean App