Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.

S01E87

 – Arnar Þór Gíslason er einn af mest áberandi trymblum landsins. Bæði er hann afskaplega afkastamikill, spilar og hefur spilað með fjölda hljómsveita og tónlistarfólks, en þar á meðal eru Dr. Spock, Pollapönk, Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Írafár og miklu fleiri, en að auki hefur hann áberandi og heillandi stíl. Addi er þó ekki tónlistarmaður að aðalatvinnu því hann er framkvæmdastjóri þeirrar stórkoslegur búðar sem Hljóðfærahúsið kallast og stendur þar vaktina dags daglega. Hann er Hafnfirðingur, á konu og tvö börn, ekki maður mikilla framtíðarplana og reynir að gera það vel sem hann gerir. Morgunrútínan er gufa, kaldur pottur, hugleiðsla, endurtekning — öfga- og látlaust. Hann er ótrúlega skemmtilegur maður sem setur þarfir annarra yfirleitt framfyrir sínar eigin. Og hann er óóógeðslega góður á trommur.

Gott spjall.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Vinsælustu beyglurnar hjá Bagel'n'Co, Skeifunni 15 á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.

 – FlyOver Iceland býður upp á STVF.

The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is

 – Rokksafn Íslands býður upp á STVF.

Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E86

 – Esther Talía Casey er leikkona og söngkona, tveggja bara móðir og tískuáhugamanneskja. Hún er hálfur Íri en leiðir hennar og föður hennar skildu þegar hún var tveggja ára. Siðan þá hefur hún hitt hann afar óreglulega og ekki hægt að segja að hann sé hluti af lífi hennar. En það er allt í lagi og allir sáttir. Esther var söngkona hljómsveitarinnar Bang Gang en þurfti að velja á milli hljómsveitarinnar og leiklistarferilsins, vegna þess að einhverjar leiklistarfrekjur fóru fram á það. Hún hefur þurft að berjast fyrir sínu, hefur tvennar sögur að segja af farsæld þess að vinna með sínum nánustu, hefur verið með manninum sínum síðan þau voru í 10. bekk og farið gegnum súrt og sætt með honum. Hún leikur í sýningunni um Bubba Morthens, Níu lífum, sem Borgarleihúsið myndast við að sýna milli heimsfaraldurshrina. Esther finnst gaman að hafa fínt í kringum sinn og rækta garðinn sinn. Hún ferðast mikið utanlands og finnst gaman að væna og dæna.

Gott spjall.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Pay Mathöll hefur nýja árið á sjóðheitu 1.000 króna tilboði. Oumph! grænmetisvefja hjá KORE á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. Þú velur svo hvort þú vilt sækja hjá Kore Granda eða Kringlunni.

 – FlyOver Iceland býður upp á STVF.

The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E85

 – Sigga Beinteins er þjóðargersemi og í mínum veruleika hefur hún alltaf verið til. Hún hóf ferilinn í bandi með dr. Gunna, en hafði áður búið í pínulitlu asbesthúsi. Hún er ekki eins og allar stelpurnar sem hoppa upp í bíla með hverjum sem er og það eitt og sér skaut henni upp á vinsældahimininn með tilþrifum árið 1984. Hún hefur farið þrisvar í Eurovision, rekið söngskóla í tveimur löndum, fengið blóðtappa sökum álags og alið upp tvíbura. Hún er hljóðfæraleikari í dvala, rokkhundur inn við beinið, að sjálfsögðu Stjórnarliði og jólatónleikadrottning Íslands. Við áttum afar góða dagsstund og kjöftuðum frá okkur tímann. Fullkominn þáttur svona milli hátíða. Og þar með er 2021 búið. Takk fyrir og eigið gleðileg áramót.

Gott spjall.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Með Pay Léttkaup greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði. Þú getur sótt um Léttkaupskortið, óháð því hvar þú ert með síma- og bankaviðskipti. Á hverjum fimmtudegi birtast ný Léttkaupstilboð í appinu.

 – Omnom býður upp á STVF.

Vondandi slepptuð þið því að gera jólaísinn eins og Agnes og eigið þess vegna marga poka af LAKKRÍS + SEA SALT OMNOM KRUNCH til þess að mönsa á yfir á nýja árið.

 – Sjóvá býður upp á STVF.

Keyrðu yfir símann þinn eins og Snæbjörn um árið og leyfðu Sjóvá að mýkja fallið. 

 – Bríó býður upp á STVF.

Þið þurfið að láta ykkur hinn óskaplega vel heppnaða og áfengislausa Bríó duga á áramótunum, en fljótlega á nýju ári kemur LÓÐASTÓLALARRY frá Borg, í samstarfi við Drauga fortíðar, í búðirnar. 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E84

 – Ég og Jóhannes Haukur þekkjumst alveg ljómandi vel og mig langaði bara til þess að hafa jó(l)a(guðs)spjallið hressandi og algerlega inni á mínu eigin þægindasvæði. Það breytir því ekki að ég komst að ógeðslega mörgu um hann sem ég vissi ekki fyrir. Þetta varð á löngum köflum algerlega gagnvirkt spjall frekar en viðtal af nokkru tagi og hann spurði jafnvel meira en hann svaraði. Jóhannes er ótrúlegur hæfileikamaður og virðist aldrei efast um neitt. Það er samt ekki alveg svona einfalt og hann hugsar alveg djöfull mikið. Hann kenndi mér helstu trikkin sem hann notar sem leikari og útskýrði fyrir mér hvernig hann skar niður hluta úr loftinu hjá sér daginn áður en hann mætti í viðtalið. Ég held að þetta sé fullkomin hlustun svona rétt fyrir jól. Gleðilega hátíð.

Gott spjall.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Léttu þér jólin með ostborgara frá Plan B! Þú átt það svo sannarlega skilið í jólaösinni. Smassaður ostborgari frá Plan B á aðeins 550 kr! Þú velur hvort þú vilt sækja á Suðurlandsbraut 4 eða Bæjarhraun 16 Hafnarfirði.

 – Omnom býður upp á STVF.

Það er opið alla daga í verslun/ísbúð Omnom á Grandanum frá 11 til 22, lokað aðfangadag, jóladag og annan í jólum, en opið á Þorláksmessu. Farðu í dag og náðu þér í súkkulaði fyrir það heilagasta, eða aukagjöf í pakkann.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E83

 – Aldís Amah Hamilton er mjög berorð manneskja. Hún liggur ekki á neinum skoðunum og tók mig svona allt að því á teppið með suma hluti. Það er gott, hún gerði það vel og var mjög til í samtalið. Og hey, hún hefur líka rétt fyrir sér. Aldís Amah er fædd í Þýskalandi, er af íslenskum og bandarískum ættum en eins framandi og það kann að hljóma er hún á flestan hátt alveg ofurvenjulegur Íslendingur, í besta skilningi. Hún fór í Verzló á röngum forsendum en lærði að lokum leiklist, okkur öllum til happs. Hún hefur fetað sig hratt upp stigann og leikur nú aðalhlutverk í sjónvarpsseríu sem hún skrifar í slagtogi við aðrar kanónur og sýnd verður á Stöð 2 um hátíðirnar. Þátturinn er glæpasería í leikstjórn Baldvins Z, nefnist Svörtu sandar og af spjallinu við Aldísi að dæma gætum við fengið að sjá eitthvað afar nýtt og ferskt. Aldís Amah er rétt að byrja, það finnst á öllu, og framtíðin hefst núna.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Brauðkaup í samstarfi við Símann Pay býður þér gómsæta vængi á aðeins 1.000 kr. í stað 1.590 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. 

 

 – Omnom býður upp á STVF.

Við Aldís ræddum Omnom í þættinum, aðventugjöfina hennar og svoleiðis. Hún er vegan og sagðist ekki geta fengið súkkulaði við sitt hæfi. Það er auðvitað alrangt. Sjáið þetta til dæmis: https://omnom.is/products/superchocoberrybarleynibblynuttylicious

 

 – Bónus býður upp á STVF.

Lengdur opnunartími fyrir jólin og til dæmis opið til 23:00 á Þorláksmessu í Smáratorgi, Skeifunni og Spöng — og opið í öllum búðum til 14:00 á aðfangadag. Matur og jólagjafir, strax eða á síðustu stundu.

 

 – Rokksafn Íslands býður upp á STVF.

Rokksafnið er staður sem allt áhugafólk um tónlist og/eða íslenska menningu á að heimsækja. Mig langar þó sérstaklega til þess að benda á hina árlegu tónleika sem hljómsveitin Valdimar heldur í Hljómahöll þann 30. desember. Það eru enn til miðar: https://tix.is/is/event/12479/valdimar/

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E82

 – Elíza Geirsdóttir Newman er söngkona, fiðluleikari og forsprakki Kolrössu Krókríðandi, sem síðar nefndist Bellatrix. Kolrassa var stofnuð laust fyrir Músíktilraunir Tónabæjar 1992 og vann keppnina með afar sannfærandi hætti. Þá strax fór allt af stað sem leiddi bandið og Elízu til útlanda þar sem reynt var á meikdraumana. Allt var það keyrt til enda og síðan þá hefur Elíza búið til og gefið út tónlist, bæði sem sóló en líka í slagtogi við aðra. Fyrir utan tónlistina hefur Elíza gert margt, hún á fjölskyldu, áhugamál og hefur nýlega sigrast á krabbameini. Hún hefur skýra stefnu og treystir eigin innsæi og aðferðum og er merkileg blanda af introvert og átróvert. Elíza og Kolrössur breyttu íslensku tónlistarlífi svo sannarlega til hins betra en þar var ekki látið staðar numið. Þannig er Elíza enn á fullu og er að vinna að nýrri plötu sem kemur út fljótlega. Ég mæli með því að þið hlustið á Drápu á meðan við bíðum eftir þeirri útgáfu.

Gott spjall.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

KORE í samstarfi við Símann Pay býður þér kjúklingaborgara máltíð á aðeins 1.500 kr. í stað 2.790 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. ATH! Tilboðið er eingöngu aðgengilegt hjá KORE Granda.

 – Omnom býður upp á STVF.

Íslenski veturinn einkennist af snævi þöktu, ísköldu vetrarhúminu og endalausu myrkri. Í aðventuöskjunni má finna fjögur hólf með girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna. Núna á þriðju viku aðventu er ekkert betra en að opna þrjú hólf í einu — og skófla í sig.

 

 – FlyOver Iceland býður upp á STVF.

Nú er hægt að fljúga yfir Ísland eða villta vestrið, nú eða Ísland OG villta vestrið. Gjafabréfin fást á www.flyovericeland.is og þau henta afar vel í alla jólapakka. Fljúgum heima um jólin.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E81

 – Lára Sóley er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er fullkomin í djobbið. Hún er Húsvíkingur í grunninn, var fyrirmyndarbarn og -unglingur, lærði á fiðlu og fór snemma að skipuleggja viðburði. Allt sem hún lærði lærði hún vel, og mögulega stundum aðeins of vel. Árum saman var hún stór hluti af tónlistarlífi Akureyrar, kom að uppbyggingu Hofs og þjónaði starfi framkvæmdastjóra þar um tíma. Fram og til baka hefur hún numið tónlist og tónlistarstjórnun erlendis og lauk meistaranámi í listastjórnun í þann veginn sem hún settist í sætið sitt í Hörpu. Hún hefur starfað mikið sjálfstætt og er manneskja sem lætur hlutina gerast. Hún lætur ferilinn ekki stoppa sig í að halda fjölskyldu og á sálfræðing fyrir mann og þrjú börn. Þegar róast aðeins um hjá okkur báðum ætla ég að spyrja hvort hún vilji vera með mér í hljómsveit — en bara þegar við verðum búin að koma upp menningarhúsi á Húsavík. 

Gott spjall.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Sæktu þér vinsælustu pizzu Natalía í Borg 29, Borgartúni á aðeins 1.500 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. 

 – Omnom býður upp á STVF.

Íslenski veturinn einkennist af snævi þöktu, ísköldu vetrarhúminu og endalausu myrkri. Í aðventuöskjunni má finna fjögur hólf með girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E80

 – Hinrik Þór er alls ekki venjulegur maður. Hann á stórfurðulega ævi að baki og lifir í dag lífi sem myndi sjálfsagt ekki henta öllum. Hann hefur aldrei haft skýra stefnu en þó hefur hann verið viss í sinni sök og vitað hvar áhuginn liggur. Neysla og óregla kom þó í veg fyrir að hann næði takmörkum sínum, ástand sem knúið var af kvíða og rótleysi. Hann var mjög týndur um tíma og lét sig hverfa til útlanda. Á þessum 40 árum hefur hann unnið afar mikið en stundum afar lítið, eignast tvö börn, annað á fremur hefðbundinn máta en hitt við ólíklegri aðstæður. Hann hefur komið reglu á líf sitt og horfir mjög gagnrýnið yfir fortíðina með húmor og hreinskilni að vopni. Það er nákvæmlega enginn eins og Hinrik og hann er næstum óraunverulega skemmtilegur.

Gott spjall. Og langt.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Tjúllað tilboð hjá The Skyr Factory, Höfðatorgi og Katrínartúni. Allar skálar og boozt á 1.000 kr í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. 

 – Omnom býður upp á STVF.

Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.

 – Bónus býður upp á STVF.

Nýr grís og lengri opnunartími. Ég vann einu sinni í Bónus. Það var í kringum aldamótin og síðan hefur auðvitað margt breyst. Sumt breytist samt ekki því Bónus selur þér ennþá nauðsynlegar vörur á dísent verði.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E79

 – Sigurlína Valgerður er oftast kölluð Lína. Hún er súpernörd sem hefur haft áþreifanleg áhrif á tölvuleikjaspilun heimsins, og þá einna helst með aðkomu sinn að FIFA-fótboltaleikjunum frá EA þar sem hún setti fjölbreytileikann í forgang. Hún stjórnaði einnig gerð Star Wars Battlefront og að þessu vann hún, ásamt fleiru, á nokkurra ára flakki sínu með fjölskylduna um Svíþjóð, Kanada og Bandaríkin. Nú er hún komin heim og vinnur sitt lítið af hverju og hefur miklu að miðla, enda mikið gerst síðan hún hóf ferilinn hjá CCP á sínum tíma. Hún á tvö börn og mann, hefur ótrúlega skemmtileg áhugamál, spilar D&D á nóttunni ef þess þarf, les bækur og horfir á sjónvarpsþætti og kvikmyndir. 

Gott spjall.

 – Síminn Pay býður upp á STVF.
 
Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er Spider rúlla og Kristall hjá UMAMI Sushi á aðeins 1.490 krónur! UMAMI er sushi veitingastaður sem staðsettur er í Borg29 mathöll. 

 – Omnom býður upp á STVF.

Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.

 – Sjóvá býður upp á STVF.

Vertu meðlimur í Stofni og fáðu barnabílstóla með 20% afslætti. Almennilega stóla sem auðvelt er að taka úr og setja í og klemma ekki alla fingurna af sér. Ég keypti mína í Nine Kids.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E78

 – Örn Eldjárn er að norðan, úr Svarfaðardal nánar tiltekið. Hann er sveitastrákur að upplagi, hóf sína heimavistarvist aðeins sjö ára gamall og leið oftast vel í skólanum, þrátt fyrir margvíslega námserfiðleika. Hann fékk heyrnina fimm ára gamall og varð strax óskaplega góður gítarleikari. Hefðbundið nám lá ekki fyrir honum og þá tókst elítunni næstum því að eyðileggja fyrri honum gítarferilinn. Næstum því, en sem betur fer tókst það ekki vegna þess að í dag er hann einn uppteknasti gítarleikari landsins, hefur spilað í afar vinsælum leiksýningum á borð við Ellý og 9 líf, verið í fjölda hljómsveita og spilað inn á ótal upptökur. Hann á skrautlegan hjónabandaferil að baki og fór tvisvar í lýðháskóla til Danmerkur. Hann á 13 líf að baki og nákvæmlega núna er hann að hefja uppgjörið á þeim öllum.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er sjúklega góður smassborgari og gos hjá Plan B á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.

 

 – Omnom býður upp á STVF.

Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Older Episodes »

Podbean App

Play this podcast on Podbean App