Episodes

Thursday Aug 06, 2020
#0012 Franz Gunnarsson
Thursday Aug 06, 2020
Thursday Aug 06, 2020
S01E12
– Franz er og hefur verið meðlimur í Ensími, Dr. Spock, In Memoriam, Quicksand Jesus og fleiri og fleiri. Hann hefur spilað á gítar frá unglingsárum og dregið framkvæmdavagninn í flestum þeim verkefnum sem hann kemur nálægt. Hann hefur háð harðar baráttur við búsið og hafði sigur að lokum. Hann er faðir og orðinn miðaldra sólótónlistarmaður, pródjektið Paunkholm er hans upphaf nýrra tíma. Hann er duglegri en andskotinn og á endalaust af sögum í bakpokanum sem við fórum yfir. Og já, hann er hálfur Skoti og hefur unnið með Steve Albini.
Glæsilegt spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.