Episodes

Thursday Aug 27, 2020
#0015 Ólafur Örn Ólafsson
Thursday Aug 27, 2020
Thursday Aug 27, 2020
S01E15
– Óli kokkur er ekki kokkur heldur framreiðslumeistari. Framreiðslumeistari er þjónn. Hann stofnaði eina veitingastað landsins sem hlotið hefur Michelin-stjörnu, eina staðinn með slíka stjörnu, og hefur komið að rekstri fjölmargra annarra. Óli er framkvæmdamaður, á og rekur Vínstúkuna Tíu sopa, er fyrrverandi glaumgosi, flugfreyja og uppvaskari. Hann stýrir þættinum Kokkaflakk hjá Sjónvarpi Símans og undirbýr núna Kokkaflakk í hlaðvarpsbúningi sem framleitt er af Hljóðkirkjunni. Hann er sérvitur á réttum sviðum og afar skemmtilegur viðtals.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.