Episodes

Thursday Sep 24, 2020
#0019 Þuríður Blær
Thursday Sep 24, 2020
Thursday Sep 24, 2020
S01E19
– Þuríður Blær er leikkona, rappari, femínisti, nýbökuð móðir, nörd og ofboðslegur töffari. Ofboðslegur! Hún stofnaði Reykjavíkurdætur árið 2013 og hefur fylgt því ævintýri í gegnum súrt og sætt. Hún fékk óhefðbundið uppeldi, faðir hennar var bæði róni og dópisti eins og hún segir sjálf og lét lífið fyrir tæpu ári síðan. Hún er hrædd við dauðann en virðist óhrædd að takast á við allt sem á vegi hennar verður. Borgarleikhúsið er hennar aðalvinnustaður og þið ykkar sem sáuð Ráðherrann síðastliðinn sunnudag sáuð hana þar.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.