Episodes

Thursday Oct 29, 2020
#0024 Ugla Stefanía
Thursday Oct 29, 2020
Thursday Oct 29, 2020
S01E24
– Ugla Stefanía er að norðan. Hún er ötul talskona hinsegin fólks, er sjálf transkona og kynsegin. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Hún kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton og segir hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.