Episodes

Thursday Nov 12, 2020
#0026 Björg Magnúsdóttir
Thursday Nov 12, 2020
Thursday Nov 12, 2020
S01E26
– Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, 8 þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Hún er fráskilin og djúpt hugsandi manneskja sem líður ekki vel þegar allt stendur í stað. Hún sér gleðina í litlu hlutunum og trúir á að vinna vinnuna sem vinna þarf þegar ástríðuverkefni banka upp á. Ég gleymdi að spyrja hana að því hvort hún gæti hugsað sér að verða forseti lýðveldisins en ef svarið hefði verið já og af því yrði værum við í réttum höndum.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.