Episodes

Thursday Nov 19, 2020
#0027 Selma Björns
Thursday Nov 19, 2020
Thursday Nov 19, 2020
S01E27
– Selma Björnsdóttir er söngkona, leikkona, leikstjóri og svo margt fleira að það er ómögulegt að telja það upp. Hún kom Íslandi á Eurovision-kortið þegar hún söng All Out Of Luck árið 1999 sem gerði hana að súperstjörnu. Hún er listakona fram í fingurgóma, skelegg, fylgin sér og stendur fast á sínu. Hún heldur einkalífinu út af fyrir sig og líður ekkert kjaftæði. Hún lætur ekkert stoppa sig en ef það er eitthvað sem hefur komist nærri því að stoppa hana er það kvíði og framkomuótti. Hún er athafnastjóri hjá Siðmennt og hefur lagt stund á ótrúlegustu hluti, bæði skemmtilega og leiðinlega. Selma er ótrúleg blanda af skipulagi og kaótík.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.