Episodes

Thursday Dec 17, 2020
#0031 Helgi Seljan
Thursday Dec 17, 2020
Thursday Dec 17, 2020
S01E31
– Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins. Hann er ekki í léttu hlutunum heldur tekur sér fyrir hendur að fjalla um erfið mál, vafasama og/eða ólögmæta framkomu fyrirtækja og einstaklinga og leitar sannleikans með flestum tiltækum ráðum. Hann er sjarmerandi á stundum fráhrindandi hátt, náttúrutöffari og gríðarlega fylginn sér. Hann ól flest fyrstu árin fyrir austan, fór ekki auðveldustu leiðina, sótti sjóinn og var upp á kant við lífið. Hann horfði upp á dauðann allt í kringum sig í uppvextinum og sá ekki fullan tilgang þar til hann virkjaði fréttanefið. Þá lá leiðin hratt upp og vestur á bóginn. Nú er hann orðinn fullorðnari en þá og einn sá allra fremsti á sínu sviði í Íslandssögunni. Allt þetta hefur tekið toll þótt það gefi líka. Hann hefði getað talað í 5 tíma til viðbótar.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.