Episodes

Thursday Dec 24, 2020
#0032 Eva Laufey Kjaran
Thursday Dec 24, 2020
Thursday Dec 24, 2020
S01E32
– Eva Laufey er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað sem henni dettur í hug. Hún er útpæld í sínum aðgerðum, bissnesmanneskja fram í fingurgóma og með sitt á hreinu. Hún hefur þó þurft að finna taktinn, hefur spennt bogann of hátt og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Ung kona með lygilega stóra sögu miðað við aldur.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.