Episodes

Thursday Dec 31, 2020
#0033 Baldvin Z
Thursday Dec 31, 2020
Thursday Dec 31, 2020
S01E33
– Baldvin Z er stjörnuleikstjóri, framleiðandi, höfundur og allrahandakvikmyndagerðamaður. Órói, Vonarstræti, Lof mér að falla og fleiri myndir eru orðnar íslensk klassík nú þegar og þar að auki hefur hann dýft tánum í fleira, stuttmyndagerð, sjónvarpsþætti og heimildamyndagerð. Hann er einn eiganda Glassriver sem framleiðir hreyfiefni í samvinnu við þá sem gera hlutina best. Baldvin er fæddur og uppalinn á Akureyri, yngstur í stórum systkinahópi og missti móður sína úr krabba þegar hann var ungur. Tíminn fyrir slíkt er vitanlega aldrei góður en þetta áfall í bland við önnur beindu honum á örlítið vafasamar brautir framan af. Hann fór í gegnum allskonar sjálfskoðun en setur skurðpunkt við tímann þegar hann kynntist konunni sinni. Þá breyttist allt. Og já, Baldvin er trymbill í hinni goðsagnakenndu sveit Toymachine sem nýlega tók upp og gaf út frábæra plötu með 20 ára gömlu efni.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.