Episodes

Thursday Jan 21, 2021
#0036 Magnús Ver
Thursday Jan 21, 2021
Thursday Jan 21, 2021
S01E36
– Magnús Ver er ferfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Hann er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er ennþá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Hann er rosalegur. Rooosalegur.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Volcan: https://reykjavikroasters.is/shop/el-volcan
– FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.