Episodes

Thursday Jan 28, 2021
#0037 Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Thursday Jan 28, 2021
Thursday Jan 28, 2021
S01E37
– Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 15. janúar 1944, yngstur tíu barna foreldra sinna. Hann lagði stund á ljóð- og kvæðalist frá unga aldri, lærði allar kúnstarinnar reglur bragfræðinnar, hefur tekið þær með sér gegnum lífið og gefið út ljóða- og kennslubækur um fagið. Hann hefur lært mikið á leið gegnum lífið, bæði í skóla og sótti doktorsgráðu í stuðlasetningu fyrir 10 árum síðan, en einnig af reynslunni, því hann barðist við vanlíðan sem ungur maður og vökvaði það ástand síðan með neyslu áfengis í 15 ár. 35 ára gamall sneri hann hinsvegar við blaðinu og hefur haldið afskaplega heilbrigðan lífsstíl síðan, svo heilbrigðan að öfgafyllstu Instagrampóserar nútímans eiga ekki séns. Hann hafði frá afar miklu að segja enda lífshlaupið langt og viðburðaríkt. Gefið ykkur tíma. Fólk eins og Ragnar veit meira en við.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-nenem
– FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum
– Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.