Episodes

Thursday Feb 25, 2021
#0041 Líf Magneudóttir
Thursday Feb 25, 2021
Thursday Feb 25, 2021
S01E41
– Líf Magneudóttir borgarfulltrúi hefur brennandi áhuga á fólki og hefur það leitt hana niður alls konar brautir í lífinu. Hún er kennaramenntuð og hvatvís, andkapítalisti og með einstaka ástríðu fyrir mennta- og umhverfismálum landsins. Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Í viðtalinu lærum við meðalmaðurinn heilmikið um hvernig stjórnmál ganga fyrir sig í innsta hring og er gott frá því að segja að þetta virðist mikið manneskjulegra þegar búið er að útskýra þetta fyrir okkur á mannamáli.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko
– Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.