Episodes

Thursday Apr 08, 2021
#0047 Birna Pétursdóttir
Thursday Apr 08, 2021
Thursday Apr 08, 2021
S01E47
– Birna Pétursdóttir fer ekki endilega troðnar slóðir. Hún er leikari, leikskáld, dagskrárgerðarmaður og einn stofnanda Flugu hugmyndahúss. Bernskudraumurinn var ávallt að verða leikkona og fór hún beint til London í leiklistarnám að loknu stúdentsprófi við MA. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni að vera leikari og á köflum hefur neyðin kennt Birnu að spinna: hún hefur meðal annars komið að stofnun leikhópsins Umskiptinga, unnið í dagskrárgerð hjá N4 og RÚV, skrifað leikrit og er í dag í fullri vinnu við leiklist. Það reynist henni þó ekki nóg og er hún í mastersnámi í hagnýtri þjóðfræði í hjáverkum, þegar tími leyfir. Birna hefur þurft að etja við lágt sjálfsmat og í þessu viðtali heyrum við hennar reynslu af því að vinna sig út úr þeim þrálátu hugsunum – og hvernig hún breytti þeim í verkfæri í leiklistarkistunni sinni.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Sómi býður upp á STVF.
Í glasinu er safinn Veg – spínat, sellerí, engifer og límóna. Nammi namm. https://somi.is/safar/
– Þykkvabæjar býður upp á STVF.
Í kvöldmat er þríréttað í kartöflugratíni. https://thykkvabaejar.is/vorur/beikongratin-600-gr/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.