Episodes

Thursday May 06, 2021
#0051 Berglind Guðmundsdóttir
Thursday May 06, 2021
Thursday May 06, 2021
S01E51
– Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysivinsælu uppskriftasíðu GulurRauðurGrænn&salt. Síðuna hefur hún rekið í nær 10 ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað okkur að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera GulurRauðurGrænn&salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar „Aldrei ein“ sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans um þessar mundir.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Nú er hægt að panta mat beint í gegnum Síminn Pay appið! Þessa vikuna er hægt að kaupa espressovélar á 20% afslætti á léttkaupstilboði. Tilboðið gildir til 12. maí. https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.