Episodes

Thursday May 13, 2021
#0052 Þorsteinn V. Einarsson
Thursday May 13, 2021
Thursday May 13, 2021
S01E52
– Flest þekkja andlitið þótt þau viti ekki endilega hvað hann heitir. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bakvið samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltastrákur og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn okkur innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldsamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur af framtíðinni og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Þú getur borgað í stöðumælinn, pantað matinn og nælt þér í ýmis tilboð – allt á einum stað í Síminn Pay appinu. https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.