Episodes

Thursday May 20, 2021
#0053 Aðalbjörn Tryggvason
Thursday May 20, 2021
Thursday May 20, 2021
S01E53
– Aðalbjörn Tryggvason er betur þekktur sem Addi í Sólstöfum. Addi er ein stærsta þungarokkstjarna Íslendinga en í sínu daglega lífi er hann andlega þenkjandi snyrtipinni með áhuga á edrúlífi. Það hefur þó ekki alltaf verið svo; áður en hann varð edrú var hann til að mynda 'sponsaður' af Jim Beam viskíi og gat ekki ímyndað sér að koma fram allsgáður. Addi leyfir okkur að fá innsýn í hin ótrúlegustu ævintýri sem hann hefur upplifað í gegnum árin, það góða og það slæma, sögu Sólstafa og erfiðar breytingar innan hljómsveitarinnar í gegnum árin. Í dag á Addi dóttur, vinnur sem hljóðmaður og nýtur þess að vera í tengingu við lífið í kringum sig, meðfram því að vera áfram hrein og tær rokkstjarna.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Þessa vikuna er hægt að kaupa úr á 15% afslætti frá Garmin Búðinni, panta mat og leggja bílnum.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Bónus býður upp á STVF.
Bónusréttur mánaðarins er spagettí bolognese sem fæst á tilboði út maímánuð: einungis 1.098,- krónur! Gott fyrir fólk sem er eitt heima og kann ekki að elda.
https://bonus.is/um-bonus/vorumerkinokkar/tilbunirrettir/
– Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.