Episodes

Thursday Jun 10, 2021
#0056 María Heba Þorkelsdóttir
Thursday Jun 10, 2021
Thursday Jun 10, 2021
S01E56
– María Heba er manneskja sem er ekki að flækja hlutina fyrir sér heldur veður beint á garðinn þar sem hún kemur að honum. Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inná skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. Í viðtalinu fáum við nasasjón af því hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Í appinu geturðu nýtt þér ótal tilboð frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Einnig getur þú látið gott af þér leiða með að styrkja gott málefni um upphæð að eigin vali.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.