Episodes

Thursday Jun 24, 2021
#0058 Króli
Thursday Jun 24, 2021
Thursday Jun 24, 2021
S01E58
– Þótt hann sé aðeins tuttugu og eins árs gamall hefur Kristinn Óli Haraldsson sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf. Króli, eins og hann er betur þekktur, hefur ásamt samstarfsmanni sínum JóaPé átt söluhæstu plötu ársins tvö ár í röð en allir Íslendingar kannast við lagið þeirra B.O.B.A. skaut þeim félögum upp á stjörnuhimininn árið 2017. Auk þess á Kristinn að baki leikferil sem hófst þegar hann var einungis tíu ára. En þrátt fyrir öll þessi afrek á Kristinn erfitt með að lýsa sjálfum sér sem hæfileikaríkum og kallar sig frekar mislyndan geðhnoðra. Þessi snögga landsfrægð hafði einnig slæm áhrif á geðheilsu Kristins en í viðtalinu deilir hann með Snæbirni ferli sínu í hringiðu frægðarinnar, depurð og sjálfsskaðahugsunum og hvernig hann viðheldur geðheilbrigði sínu dags daglega meðfram öllum ævintýrunum.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Í léttkaupinu þessa vikuna er Galaxy Tab A7 4G spjaldtölvan á 40% afslætti fyrir einungis 35.994,- krónur! Stökktu á þessa nettu búbót í Síminn Pay appinu.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.