Episodes
Thursday Aug 12, 2021
#0065 María Magnúsdóttir
Thursday Aug 12, 2021
Thursday Aug 12, 2021
S01E65
– María Magnúsdóttir gefur út tónlist undir nafninu MIMRA, syngur jazz og kennir nýgræðingum og lengra komnum að fikra sig áfram í sinni tónsköpun. María ólst upp í miklu trúarsamfélagi og hefur drepið niður fæti í mörgum löndum í stanslausri leit sinni að nýjum áskorunum til að takast á við og yfirstíga. Hún er sprenglærður tónlistarmaður og pródúseraði eigin plötu sem lokaverkefni frá hinum virta Goldsmiths háskóla í London. Í dag er hún ráðsett kona á Íslandi og er hvergi nærri hætt að ögra sér. Á næstu dögum mun María koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur og er von á nýju efni með MIMRU í september 2021, svo nú er sannarlega tíminn til að leggja við hlustir.
Gott spjall.
– Pizzan býður upp á STVF.
Þú færð 40% afslátt af sóttum pizzum af matseðli Pizzunnar með kóðanum 'HLJODKIRKJAN'. Eftir hverju ertu að bíða?
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Ef þú leggur bílnum með Síminn Pay appinu minnir appið þig á það reglulega að þú ert að greiða í stæði, ef ske kynni að þú værir að gleyma þér.
– Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.