Episodes
Thursday Oct 21, 2021
#0075 Einar Þór Jóhannsson
Thursday Oct 21, 2021
Thursday Oct 21, 2021
S01E75
– Einar Þór Jóhannsson er gítarmeistari og tónlistarmaður í húð og hár. Hann hefur skemmt landsmönnum í tugi ára, einna lengst með hljómsveitunum Dúndurfréttum og Buffi og er að eigin sögn alveg ómögulegur ef hann er ekki að gera músík. Tónlistin hefur átt hug Einars alla tíð og hefur hann aldrei fundið aðra vinnu sem honum líkar við. Einnig er hann mikill einfari, veit ekki hvað það er að vera einmana og nýtir mikinn tíma í að vera einn með sjálfum sér. Þó á Einar oft við kvíða að etja en ögrar sjálfum sér reglulega; núna síðast með að gefa út sína eigin tónlist á glænýrri plötu sem ber titilinn Tracks sem hann vill endilega að þið hlustið á – en ef ykkur líkar hún ekki megið þið bara halda því fyrir ykkur sjálf. En einna helst tekur Einar lífinu eins og það er, bara einn dag í einu.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
1000,- kr matartilboðin gilda frá þriðjudegi til þriðjudags. Kíktu inn í appið og finndu hvaða þrusutilboð þú getur nýtt þér í dag!
– Omnom býður upp á STVF.
Fólki sem er saltmegin í lífinu, líkt og Snæbjörn, bendum við á að prófa nýja Black n' burnt barley súkkulaðið frá Omnom.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.