Episodes
Thursday Nov 18, 2021
#0079 Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir
Thursday Nov 18, 2021
Thursday Nov 18, 2021
S01E79
– Sigurlína Valgerður er oftast kölluð Lína. Hún er súpernörd sem hefur haft áþreifanleg áhrif á tölvuleikjaspilun heimsins, og þá einna helst með aðkomu sinn að FIFA-fótboltaleikjunum frá EA þar sem hún setti fjölbreytileikann í forgang. Hún stjórnaði einnig gerð Star Wars Battlefront og að þessu vann hún, ásamt fleiru, á nokkurra ára flakki sínu með fjölskylduna um Svíþjóð, Kanada og Bandaríkin. Nú er hún komin heim og vinnur sitt lítið af hverju og hefur miklu að miðla, enda mikið gerst síðan hún hóf ferilinn hjá CCP á sínum tíma. Hún á tvö börn og mann, hefur ótrúlega skemmtileg áhugamál, spilar D&D á nóttunni ef þess þarf, les bækur og horfir á sjónvarpsþætti og kvikmyndir.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er Spider rúlla og Kristall hjá UMAMI Sushi á aðeins 1.490 krónur! UMAMI er sushi veitingastaður sem staðsettur er í Borg29 mathöll.
– Omnom býður upp á STVF.
Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.
– Sjóvá býður upp á STVF.
Vertu meðlimur í Stofni og fáðu barnabílstóla með 20% afslætti. Almennilega stóla sem auðvelt er að taka úr og setja í og klemma ekki alla fingurna af sér. Ég keypti mína í Nine Kids.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.