Episodes
Thursday Dec 30, 2021
#0085 Sigríður Beinteinsdóttir
Thursday Dec 30, 2021
Thursday Dec 30, 2021
S01E85
– Sigga Beinteins er þjóðargersemi og í mínum veruleika hefur hún alltaf verið til. Hún hóf ferilinn í bandi með dr. Gunna, en hafði áður búið í pínulitlu asbesthúsi. Hún er ekki eins og allar stelpurnar sem hoppa upp í bíla með hverjum sem er og það eitt og sér skaut henni upp á vinsældahimininn með tilþrifum árið 1984. Hún hefur farið þrisvar í Eurovision, rekið söngskóla í tveimur löndum, fengið blóðtappa sökum álags og alið upp tvíbura. Hún er hljóðfæraleikari í dvala, rokkhundur inn við beinið, að sjálfsögðu Stjórnarliði og jólatónleikadrottning Íslands. Við áttum afar góða dagsstund og kjöftuðum frá okkur tímann. Fullkominn þáttur svona milli hátíða. Og þar með er 2021 búið. Takk fyrir og eigið gleðileg áramót.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Með Pay Léttkaup greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði. Þú getur sótt um Léttkaupskortið, óháð því hvar þú ert með síma- og bankaviðskipti. Á hverjum fimmtudegi birtast ný Léttkaupstilboð í appinu.
– Omnom býður upp á STVF.
Vondandi slepptuð þið því að gera jólaísinn eins og Agnes og eigið þess vegna marga poka af LAKKRÍS + SEA SALT OMNOM KRUNCH til þess að mönsa á yfir á nýja árið.
– Sjóvá býður upp á STVF.
Keyrðu yfir símann þinn eins og Snæbjörn um árið og leyfðu Sjóvá að mýkja fallið.
– Bríó býður upp á STVF.
Þið þurfið að láta ykkur hinn óskaplega vel heppnaða og áfengislausa Bríó duga á áramótunum, en fljótlega á nýju ári kemur LÓÐASTÓLALARRY frá Borg, í samstarfi við Drauga fortíðar, í búðirnar.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.