Episodes
Thursday Nov 25, 2021
#0080 Hinrik Þór Svavarsson
Thursday Nov 25, 2021
Thursday Nov 25, 2021
S01E80
– Hinrik Þór er alls ekki venjulegur maður. Hann á stórfurðulega ævi að baki og lifir í dag lífi sem myndi sjálfsagt ekki henta öllum. Hann hefur aldrei haft skýra stefnu en þó hefur hann verið viss í sinni sök og vitað hvar áhuginn liggur. Neysla og óregla kom þó í veg fyrir að hann næði takmörkum sínum, ástand sem knúið var af kvíða og rótleysi. Hann var mjög týndur um tíma og lét sig hverfa til útlanda. Á þessum 40 árum hefur hann unnið afar mikið en stundum afar lítið, eignast tvö börn, annað á fremur hefðbundinn máta en hitt við ólíklegri aðstæður. Hann hefur komið reglu á líf sitt og horfir mjög gagnrýnið yfir fortíðina með húmor og hreinskilni að vopni. Það er nákvæmlega enginn eins og Hinrik og hann er næstum óraunverulega skemmtilegur.
Gott spjall. Og langt.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Tjúllað tilboð hjá The Skyr Factory, Höfðatorgi og Katrínartúni. Allar skálar og boozt á 1.000 kr í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.
– Omnom býður upp á STVF.
Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.
– Bónus býður upp á STVF.
Nýr grís og lengri opnunartími. Ég vann einu sinni í Bónus. Það var í kringum aldamótin og síðan hefur auðvitað margt breyst. Sumt breytist samt ekki því Bónus selur þér ennþá nauðsynlegar vörur á dísent verði.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Nov 18, 2021
#0079 Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir
Thursday Nov 18, 2021
Thursday Nov 18, 2021
S01E79
– Sigurlína Valgerður er oftast kölluð Lína. Hún er súpernörd sem hefur haft áþreifanleg áhrif á tölvuleikjaspilun heimsins, og þá einna helst með aðkomu sinn að FIFA-fótboltaleikjunum frá EA þar sem hún setti fjölbreytileikann í forgang. Hún stjórnaði einnig gerð Star Wars Battlefront og að þessu vann hún, ásamt fleiru, á nokkurra ára flakki sínu með fjölskylduna um Svíþjóð, Kanada og Bandaríkin. Nú er hún komin heim og vinnur sitt lítið af hverju og hefur miklu að miðla, enda mikið gerst síðan hún hóf ferilinn hjá CCP á sínum tíma. Hún á tvö börn og mann, hefur ótrúlega skemmtileg áhugamál, spilar D&D á nóttunni ef þess þarf, les bækur og horfir á sjónvarpsþætti og kvikmyndir.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er Spider rúlla og Kristall hjá UMAMI Sushi á aðeins 1.490 krónur! UMAMI er sushi veitingastaður sem staðsettur er í Borg29 mathöll.
– Omnom býður upp á STVF.
Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.
– Sjóvá býður upp á STVF.
Vertu meðlimur í Stofni og fáðu barnabílstóla með 20% afslætti. Almennilega stóla sem auðvelt er að taka úr og setja í og klemma ekki alla fingurna af sér. Ég keypti mína í Nine Kids.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Nov 11, 2021
#0078 Örn Eldjárn
Thursday Nov 11, 2021
Thursday Nov 11, 2021
S01E78
– Örn Eldjárn er að norðan, úr Svarfaðardal nánar tiltekið. Hann er sveitastrákur að upplagi, hóf sína heimavistarvist aðeins sjö ára gamall og leið oftast vel í skólanum, þrátt fyrir margvíslega námserfiðleika. Hann fékk heyrnina fimm ára gamall og varð strax óskaplega góður gítarleikari. Hefðbundið nám lá ekki fyrir honum og þá tókst elítunni næstum því að eyðileggja fyrri honum gítarferilinn. Næstum því, en sem betur fer tókst það ekki vegna þess að í dag er hann einn uppteknasti gítarleikari landsins, hefur spilað í afar vinsælum leiksýningum á borð við Ellý og 9 líf, verið í fjölda hljómsveita og spilað inn á ótal upptökur. Hann á skrautlegan hjónabandaferil að baki og fór tvisvar í lýðháskóla til Danmerkur. Hann á 13 líf að baki og nákvæmlega núna er hann að hefja uppgjörið á þeim öllum.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er sjúklega góður smassborgari og gos hjá Plan B á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.
– Omnom býður upp á STVF.
Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Nov 04, 2021
#0077 Margrét Stefánsdóttir
Thursday Nov 04, 2021
Thursday Nov 04, 2021
S01E77
– Margrét Stefánsdóttir fluttist úr villingaskóla í Versló og lærði að lokum hagnýta fjölmiðlun. Hún stytti Frakklandsdrauminn til þess að koma öðru í lífinu að og var fastagestur á sjónvarpsskjám landsmanna sem fréttakona í mörg ár. Hún hefur síðan komið að PR-mennsku, kynningarmálum og fyrirtækjastússi ýmiskonar, hefur stofnað sinn eigin rekstur, eignast þrjár dætur og leitast við að gera það sem henni finnst skemmtilegt og breyta því leiðinlega til hins betra. Um þessar mundir sýnir Sjónvarp Símans þáttaröð undan hennar rifjum, þátturinn nefnist Heil og sæl? og fjallar um andlegt og líkamlegt heilbrigði íslenskra kvenna.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er hamborgari og franskar hjá Brauðkaup á aðeins 1.000 krónur. Brauðkaup er heitasta búllan á Kársnesinu en þar er auk brauðs og bakkelsis boðið upp á virkilega bragðgóðan skyndibita!
– Omnom býður upp á STVF.
Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Oct 28, 2021
#0076 Auðunn Blöndal
Thursday Oct 28, 2021
Thursday Oct 28, 2021
S01E76
– Auðunn Blöndal, einnig þekktur sem Auddi Blö, er fjölmiðlamaður, vel athyglissjúkur og skemmtikraftur inni að beini. Hann veit ekkert skemmtilegra en augnablikin stuttu áður en að nýtt verkefni sem hann hefur unnið hörðum höndum er opinberað í fyrsta sinn. Um þetta leyti eru slétt 20 ár frá því hann hóf feril sinn í fjölmiðlum í þáttunum 70 mínútur og segist Auddi hafa dýrkað hverja mínútu. Frá unga aldri langaði Auðunn að vera þjóðþekktur og lifði þann draum langt fyrir efni fram, keypti sér rándýran sportbíl sem unglingur og laug því að hann væri kominn með vinnu í sjónvarpi löngu áður en hann landaði henni. En kannski er það einmitt þessi fífldirfska sem hefur skilað Auðunni þangað sem hann er í dag.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Þessa vikuna færðu plötu af Omnom súkkulaði á litlar 500,- krónur ef þú pantar í Síminn Pay appinu! Frábær afsökun til að prófa þær plötur sem þú hefur ekki lagt í að prófa áður.
– Omnom býður upp á STVF.
Í tilefni af hrekkjavöku hefur Omnom smellt í nýjan ísrétt: Varúlfinn í Svartaskógi. Innblástur af réttinum kemur frá franskri súkkulaðitertu frá Svartaskógi í Frakklandi og inniheldur browni, kirsuberjabalsamiksultu og mjúkís. Prófaðu Varúlfinn frá Svartaskógi í Omnom ísbúðinni á Hólmaslóð 4.
– Bónus býður upp á STVF.
Kíló af lambakjöti í karríi kostar 2.198,- kr í Bónus – gott fyrir köld vetrarkvöld.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Oct 21, 2021
#0075 Einar Þór Jóhannsson
Thursday Oct 21, 2021
Thursday Oct 21, 2021
S01E75
– Einar Þór Jóhannsson er gítarmeistari og tónlistarmaður í húð og hár. Hann hefur skemmt landsmönnum í tugi ára, einna lengst með hljómsveitunum Dúndurfréttum og Buffi og er að eigin sögn alveg ómögulegur ef hann er ekki að gera músík. Tónlistin hefur átt hug Einars alla tíð og hefur hann aldrei fundið aðra vinnu sem honum líkar við. Einnig er hann mikill einfari, veit ekki hvað það er að vera einmana og nýtir mikinn tíma í að vera einn með sjálfum sér. Þó á Einar oft við kvíða að etja en ögrar sjálfum sér reglulega; núna síðast með að gefa út sína eigin tónlist á glænýrri plötu sem ber titilinn Tracks sem hann vill endilega að þið hlustið á – en ef ykkur líkar hún ekki megið þið bara halda því fyrir ykkur sjálf. En einna helst tekur Einar lífinu eins og það er, bara einn dag í einu.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
1000,- kr matartilboðin gilda frá þriðjudegi til þriðjudags. Kíktu inn í appið og finndu hvaða þrusutilboð þú getur nýtt þér í dag!
– Omnom býður upp á STVF.
Fólki sem er saltmegin í lífinu, líkt og Snæbjörn, bendum við á að prófa nýja Black n' burnt barley súkkulaðið frá Omnom.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Oct 14, 2021
#0074 Hörður Ágústsson
Thursday Oct 14, 2021
Thursday Oct 14, 2021
S01E74
– Hörður Ágústsson er stofnandi Maclands, tveggja dætra faðir og mikill græjukarl. Hann er sannur viðgerðarmaður, gerir við græjur og vill einnig gera við vandamálin í lífinu. Nú reynir hann þó að venja sig af því að gera alltaf við og leyfa sér frekar að vera bara ekki góður öðru hvoru. Hörður hefur unnið mikið í sjálfum sér og talar hér umbúðalaust um ýmsa bresti í sínu eigin fari í gegnum árin og hvernig hann reynir í dag að forðast að verða þrothringnum að bráð. Til dæmis safnar hann körfuboltamyndum og dreymir um að flytja aftur til útlanda þar sem hann hefur næði til að vera einungis eitt lítið sandkorn á stórri strönd.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Þessa vikuna eru allar skálar frá kóreska kjúklingastaðnum KORE á einungis 1.000,- kr! Hvort sem þú vilt kjúkling, Oumph eða blómkálsskál finnur þú Bop skál við hæfi á KORE í Síminn Pay appinu.
– Sjóvá býður upp á STVF.
Fáðu tilboð í tryggingarnar sem þú þarft á heimasíðunni sjova.is og settu allar tryggingarnar þínar á einn stað.
– Omnom býður upp á STVF.
Snæbjörn heldur að möndluplatan sé jafnvel betri en lakkrísinn. Omminomminomm.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Oct 07, 2021
#0073 Brynhildur Guðjónsdóttir
Thursday Oct 07, 2021
Thursday Oct 07, 2021
S01E73
– Brynhildur Guðjónsdóttir er leikkona og leikstjóri með meiru, og hefur í dag sinnt starfi leikhússtjóra Borgarleikhússins í rúmt eitt og hálft ár. Því hafa vissulega fylgt ýmsar áskoranir á borð við örsmáan heimsfaraldur, fjöldatakmarkanir og leikhússlokanir, en hún er þó hvergi af baki dottin. Í dag nýtur hún að fá að taka almennilega á því stóra verkefni að setja saman leikhúsprógram fyrir listasoltna þjóð. Leiklistin á huga Brynhildar að mestu, en hún er þó einnig frönskumælandi, Aerosmith aðdáandi og andlegt ígulker í bata. Brynhildur elskar að læra nýja hluti, helst erfiða, og hefur alla sína tíð getað fundið sögur í hverju skúmaskoti, sem hún svo nærist á að segja öðrum. Hún segist ekki vita hvar sagan sín muni enda, enda sér lífið ekki áfangastaður heldur ferðalag.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Leggðu bílnum í Síminn Pay appinu á sama tíma og þú ákveður hvað verður í matinn í kvöld. Kíktu í appið og finndu þér máltíð á einungis 1.000 krónur!
– Omnom býður upp á STVF.
Hefur þú prófað vegan súkkulaðiplötuna SUPERCHOCOBERRYBARLEY
NIBBLYNUTTYLICIOUS, með söltuðum möndlum, byggi og berjum? Mmmm...
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Sep 30, 2021
#0072 Eva María Jónsdóttir
Thursday Sep 30, 2021
Thursday Sep 30, 2021
S01E72
– Það eru kannski heil 11 ár síðan Eva María Jónsdóttir kvaddi skjái landsmanna en hún er þó hvergi nærri af baki dottin. Líf hennar hefur einkennst af heilmikilli vinnu, barnaláni og nýjum áskorunum, en þessa dagana hefur hún vent sínu kvæði í kross, tekið sér frí frá vinnu sinni í Árnagarði, lært jógakennslu og reynir að gera hluti af áhugahvöt, ekki í blindni hins hraða nútíma. Evu Maríu finnst æðislegt að eiga lífsförunaut og trúir því að öll séum við að gera okkar allra besta sem við getum gefið af okkur á þeim stað sem við erum á. Þið heyrðuð það líka fyrst hér að jólagjafir eru líklega á síðasta snúningi.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Í þessari viku eru allir réttir hjá Pronto Pasta eru á litlar 1.000 kr þessa vikuna! Aðeins í Síminn Pay appinu.
– Sjóvá býður upp á STVF.
Munið að viðskiptavinir Sjóvár geta fengið afslátt af ýmsum vörum samstarfsaðila Sjóvár, til að mynda barnabílstólum og bíldekkjum. Skoðaðu fríðindin þín á https://www.sjova.is/einstaklingar/stofn/afslaettir-og-fridindi/.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.
Thursday Sep 23, 2021
#0071 Ásmundur Einar Daðason
Thursday Sep 23, 2021
Thursday Sep 23, 2021
S01E71
– Ásmundur Einar Daðason er fyrsti félags- og barnamálaráðherra Íslands, enda sá sem átti hugmyndina að stöðunni. Mikið af vinnu hans er drifið áfram af eigin reynslu af flókinni æsku, en sem barn gekk Ásmundur í sjö grunnskóla á átta árum, í tveimur löndum. Ásmundur hefur unnið ötult starf í þágu barnaheillar á Íslandi en leiðin lá þó ekki alltaf á þing; hann er menntaður búfræðingur og stefndi lengi á að reka sitt eigið bú. Hann á átta hunda, nýtur kosningabaráttunnar og leitar sér að áhugamáli til að deila með konunni þegar ungarnir fljúga úr hreiðrinu. Um þessar mundir spila þau golf. En mest hlakkar Ásmundur til að sjá hvert leið hans liggur í slönguspili lífsins.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Kauptu þér skál eða búst á Skyr Factory á einungis 1.000 kr þessa vikuna í Síminn Pay appinu!
– Sjóvá býður upp á STVF.
Láttu sérfræðingana ráðleggja þér um tryggingarnar þínar, þannig færðu besta dílinn! Þú getur auðveldlega spjallað við ráðgjafa Sjóvár á netspjallinu á sjova.is.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.