Episodes

Thursday Jul 08, 2021
#0060 Hallgrímur Ólafsson
Thursday Jul 08, 2021
Thursday Jul 08, 2021
S01E60
– Hallgrímur Ólafsson er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einni fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans. Hann er Skagamaður í húð og hár, alinn upp á Bubba og finnst best að vinna í hóp, þar sem hann fær ekki margar hugmyndir sjálfur. Einnig finnst honum mikilvægt að gera hlutina af sannfæringu og taka þá alla leið, ekki vinna í hálfkáki. Til að mynda hefur hann enga þolinmæði fyrir hollustuútgáfum á mat sem á að vera óhollur! Í dag nýtur hann að geta valið sjálfur verkefnin sem hann tekur að sér – þó hann finni gleðina á sviðinu í hverju hlutverki.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu þér gúrme veislu frá Duck and Rose – allt í Síminn Pay appinu.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Thursday Jul 01, 2021
#0059 Sigmar Guðmundsson
Thursday Jul 01, 2021
Thursday Jul 01, 2021
S01E59
– Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. Nú í ár hefur Sigmar undið kvæði sínu rækilega í kross, sagt skilið við fjölmiðla og stefnir á framboð til þings á framboðslista Viðreisnar haustið 2021. Lífið hefur fært Sigmari mörg stórkostleg tækifæri en hefur þó ekki ávallt verið dans á rósum; hann er óvirkur alkóhólisti og hefur þurft að sigrast á sínum djöflum til að komast á þann stað sem hann er í í dag. Þessa dagana er hann spenntur fyrir nýrri áskorun, þakklátur fyrir lífið sem hann hefur byggt sér, heltekinn af náttúruhlaupum og að eigin sögn mjög lánsamur maður.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Í appi Símans Pay getur þú pantað girnilegan mat í Mathallarflipanum. Fagnaðu mánaðamótunum með rjúkandi Flateyjarpizzu eða borgara af Fabrikkunni. Namm namm.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Thursday Jun 24, 2021
#0058 Króli
Thursday Jun 24, 2021
Thursday Jun 24, 2021
S01E58
– Þótt hann sé aðeins tuttugu og eins árs gamall hefur Kristinn Óli Haraldsson sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf. Króli, eins og hann er betur þekktur, hefur ásamt samstarfsmanni sínum JóaPé átt söluhæstu plötu ársins tvö ár í röð en allir Íslendingar kannast við lagið þeirra B.O.B.A. skaut þeim félögum upp á stjörnuhimininn árið 2017. Auk þess á Kristinn að baki leikferil sem hófst þegar hann var einungis tíu ára. En þrátt fyrir öll þessi afrek á Kristinn erfitt með að lýsa sjálfum sér sem hæfileikaríkum og kallar sig frekar mislyndan geðhnoðra. Þessi snögga landsfrægð hafði einnig slæm áhrif á geðheilsu Kristins en í viðtalinu deilir hann með Snæbirni ferli sínu í hringiðu frægðarinnar, depurð og sjálfsskaðahugsunum og hvernig hann viðheldur geðheilbrigði sínu dags daglega meðfram öllum ævintýrunum.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Í léttkaupinu þessa vikuna er Galaxy Tab A7 4G spjaldtölvan á 40% afslætti fyrir einungis 35.994,- krónur! Stökktu á þessa nettu búbót í Síminn Pay appinu.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Thursday Jun 17, 2021
#0057 Ólafur Þór Jóelsson
Thursday Jun 17, 2021
Thursday Jun 17, 2021
S01E57
– Ólafur Þór Jóelsson er tölvuleikjanörd að atvinnu. Hann hefur verið þáttastjórnandi GameTíví frá því hann hóf göngu sína og nýtur þess enn í dag að spila tölvuleiki með vinum sínum, nú orðinn um fimmtugur. Á sínum yngri árum lét Ólafur sig dreyma um að verða leikari eða uppistandari en lét aldrei verða af því að taka stökkið af alvöru. Í dag er hann þó nokkuð viss um að draumurinn hafi alltaf verið sá að geta glatt fólk og sent það frá sér brosandi út í daginn. Ólafur nýtur þess að bæta sjálfan sig, var virkur í Dale Carnagie þar sem hann lærði margt sem hjálpað hefur honum í gegnum lífið og telur að hann hafi val um að vera hamingjusamur. Til þess þurfi að slökkva á fullkomnunarsinnanum og vera bara ánægður með að vera bara með sex í öllu. Þessari innsýn á lífið og heilmiklu um tölvuleiki deilir Ólafur með okkur í þessu viðtali.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Í Síminn Pay appinu getur þú keypt inneign hjá Play Air fyrir næstu utanlandsferð og út þessa viku er 20% afsláttur af öllum mat hjá Umami Sushi Bar!
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Bónus býður upp á STVF.
Bónus biður okkur vinsamlegast um að hjálpa þeim að skila öllum Bónuskerrunum heim! Kerrurnar eru auðlind og gera engum gagn á vergangi. Hér að neðan má finna hlekk á nýútgefna samfélagsskýrslu Bónuss fyrir árið 2020.
https://bonus.is/samfelagsskyrsla-bonus-2020/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Thursday Jun 10, 2021
#0056 María Heba Þorkelsdóttir
Thursday Jun 10, 2021
Thursday Jun 10, 2021
S01E56
– María Heba er manneskja sem er ekki að flækja hlutina fyrir sér heldur veður beint á garðinn þar sem hún kemur að honum. Sem sjálfstætt starfandi listamaður hefur hún unnið mikið í nýjum íslenskum leikverkum í gegnum tíðin og kom nýlega inná skjái margra landsmanna í hlutverki sínu sem Rut í þáttaröðinni Systrabönd. Hún er borgarbarn, flugfreyja, móðir, leikkona og útgefið ljóðskáld sem trúir ekki á tilviljanir. Líf Maríu hefur ekki fylgt markvissu fimm ára plani heldur líður henni best í flæði, í þeirri trú að hlutirnir komi til okkar nákvæmlega þegar þeir eiga að gera það. Þessa dagana er hægt að sjá Maríu Hebu í leikritinu Mæður í Borgarleikhúsinu og í sumar liggur leiðin í upptökur á nýrri seríu. Í viðtalinu fáum við nasasjón af því hvernig María leyfir ákvörðunum lífsins að koma til sín og fagnar því að fá að takast á við nýjar áskoranir.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Í appinu geturðu nýtt þér ótal tilboð frá hinum ýmsu fyrirtækjum. Einnig getur þú látið gott af þér leiða með að styrkja gott málefni um upphæð að eigin vali.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Thursday Jun 03, 2021
#0055 Anna Hildur Hildibrandsdóttir
Thursday Jun 03, 2021
Thursday Jun 03, 2021
S01E55
– Anna Hildur Hildibrandsdóttir er ekki þjóðþekkt andlit en áhrif vinnu hennar á íslenskt menningarlíf eru gífurleg. Hún tók þátt í að koma ÚTÓN, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar, á legg sem opnaði fyrir gífurlega verðmætasköpun í íslenskum tónlistariðnaði, hún var lengi fréttaritari í London og nú nýlega var frumsýnd hennar fyrsta heimildarmynd „A Song Called Hate“ sem fjallar um ferð hljómsveitarinnar Hatara í Eurovision í Ísrael árið 2019. Nú í vetur flutti hún heim til Íslands eftir langa búveru í Bretlandi og hóf kennslu við Háskólann á Bifröst, stofnaði listþróunarfyrirtækið Glimrandi ásamt eiginmanni sínum og er í stjórn sumarnámskeiðsins Tungumálatöfra, en þar fá fjöltyngd börn og unglingar tækifæri til að rækta íslenskuna í gegnum listsköpun á Ísafirði. Anna Hildur er hvergi nærri hætt og nýtur þess að takast á við nýjar áskoranir, en nú þegar hún nálgast sextugt er hún loksins búin að læra að segja nei.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Sumartilboðið er komið í Síminn Pay appið! Galaxy Tab A7 4G á 35.994,- kr. staðgreitt, lækkað verð frá 59.990,- kr.! Eftir hverju ertu að bíða?
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Thursday May 27, 2021
#0054 Sigríður Björk Guðjónsdóttir
Thursday May 27, 2021
Thursday May 27, 2021
S01E54
– Sigríður Björk Guðjónsdóttir sinnir starfi ríkislögreglustjóra; starfi sem fæst okkar myndum nokkurn tímann vilja taka að okkur. Hún hefur þó aldrei farið í lögreglunám heldur kemur að starfinu í gegnum lögfræðinám og starf skattastjóra. Sigríður er fyrrum Evrópusambandssinni og sýslumaður á Ísafirði sem nýtur þess að rýna í erfið mál í samfélaginu og leita leiða til að bæta það sem betur má fara. Það er þó ekki einfalt að vera ríkislögreglustjóri á tímum heimsfaraldurs og á Sigríður ekki auðvelt með hvers konar athygli sem starfi hennar fylgir. En drifkrafturinn er ávallt að reyna að finna betri leiðir innan réttarkerfisins, sérstaklega hvað við kemur ofbeldi. Þegar vinnudeginum lýkur er hún svo bara miðaldra kona á hjóli í Reykjavík sem trúir því að allir séu að gera sitt besta.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Þessa vikuna er hægt að fá iPhone 12 Pro Max 256GB – Silfur á léttkaupstilboði á 203.992,- krónur, eða á 36.000,- króna afslætti!
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

Thursday May 20, 2021
#0053 Aðalbjörn Tryggvason
Thursday May 20, 2021
Thursday May 20, 2021
S01E53
– Aðalbjörn Tryggvason er betur þekktur sem Addi í Sólstöfum. Addi er ein stærsta þungarokkstjarna Íslendinga en í sínu daglega lífi er hann andlega þenkjandi snyrtipinni með áhuga á edrúlífi. Það hefur þó ekki alltaf verið svo; áður en hann varð edrú var hann til að mynda 'sponsaður' af Jim Beam viskíi og gat ekki ímyndað sér að koma fram allsgáður. Addi leyfir okkur að fá innsýn í hin ótrúlegustu ævintýri sem hann hefur upplifað í gegnum árin, það góða og það slæma, sögu Sólstafa og erfiðar breytingar innan hljómsveitarinnar í gegnum árin. Í dag á Addi dóttur, vinnur sem hljóðmaður og nýtur þess að vera í tengingu við lífið í kringum sig, meðfram því að vera áfram hrein og tær rokkstjarna.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Þessa vikuna er hægt að kaupa úr á 15% afslætti frá Garmin Búðinni, panta mat og leggja bílnum.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Bónus býður upp á STVF.
Bónusréttur mánaðarins er spagettí bolognese sem fæst á tilboði út maímánuð: einungis 1.098,- krónur! Gott fyrir fólk sem er eitt heima og kann ekki að elda.
https://bonus.is/um-bonus/vorumerkinokkar/tilbunirrettir/
– Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday May 13, 2021
#0052 Þorsteinn V. Einarsson
Thursday May 13, 2021
Thursday May 13, 2021
S01E52
– Flest þekkja andlitið þótt þau viti ekki endilega hvað hann heitir. Þorsteinn V. Einarsson er maðurinn á bakvið samfélagsmiðlana Karlmennskan, sem miðla upplýsingum um málefni tengd kynjahyggju samfélagsins og hinum ýmsu birtingarmyndum karlmennskunnar. Sjálfur er hann óvirkur alki, fyrrverandi fótboltastrákur og karlremba, pabbi og eiginmaður. Á daginn flytur hann fyrirlestra, heldur úti hlaðvarpi og vinnur sem jafnréttis- og karlmennskusérfræðingur hjá ráðgjafafyrirtækinu Empower. Í þessu viðtali gefur Þorsteinn okkur innsýn í sitt starf, sína vegferð frá íhaldsamri karlrembu yfir í virkan femínista og hvernig við getum öll átt þýðingarmikil samtöl í okkar nærumhverfi. En þó svo að það líti út fyrir að málefnin þrjóti aldrei sem brýn nauðsyn er að ræða hefur Þorsteinn ekki áhyggjur af framtíðinni og heldur að þetta verði, að lokum, bara allt í lagi.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Þú getur borgað í stöðumælinn, pantað matinn og nælt þér í ýmis tilboð – allt á einum stað í Síminn Pay appinu. https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday May 06, 2021
#0051 Berglind Guðmundsdóttir
Thursday May 06, 2021
Thursday May 06, 2021
S01E51
– Berglind Guðmundsdóttir er konan á bak við hina geysivinsælu uppskriftasíðu GulurRauðurGrænn&salt. Síðuna hefur hún rekið í nær 10 ár og virðist ekkert lát á þeim kræsingum sem Berglind getur hjálpað okkur að búa til. Áður en hún lagði matreiðslu fyrir sig lærði Berglind sálfræði og hjúkrunarfræði, vann lengi á BUGL og í dag vinnur hún einnig við að bólusetja landsmenn gegn COVID-19. Berglind var ekki alltaf frábær kokkur, en ástríða og drifkrafturinn hafa gert henni kleift að gera GulurRauðurGrænn&salt að sinni aðalatvinnu. Þrátt fyrir það er hún ekki matarsnobbari og er alltaf til í nýjar áskoranir. Árið 2019 komst Berglind svo í blöðin fyrir að hafa gifst sjálfri sér – ákvörðun sem varð kveikjan að þáttum hennar „Aldrei ein“ sem sýndir eru í Sjónvarpi Símans um þessar mundir.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Nú er hægt að panta mat beint í gegnum Síminn Pay appið! Þessa vikuna er hægt að kaupa espressovélar á 20% afslætti á léttkaupstilboði. Tilboðið gildir til 12. maí. https://www.siminn.is/siminn-pay
– Hljóðkirkjan býður upp á 7 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.