Episodes

Thursday Apr 29, 2021
#0050 Salka Sól Eyfeld
Thursday Apr 29, 2021
Thursday Apr 29, 2021
S01E50
– Sölku Sól Eyfeld þarf ekki að kynna – enda hefur hún ekki þurft að segja til nafns á Íslandi í mörg ár. Einn af hennar helstu styrkleikjum er að geta brugðið sér í hina ýmsu búninga; hún er Ronja Ræningjadóttir heillar kynslóðar, rappari, prjónakona og forvarnafyrirlesari svo fátt eitt sé nefnt. Sjálf segir Salka rótleysi hafa haft áhrif á ákvarðanir hennar í lífinu, sem feli í sér bæði styrkleika og flækjur. Í dag er hún mjög þakklát fyrir það líf sem hún hefur byggt sér, þar sem henni finnst bæði æðislegt að láta klappa fyrir sér og fá að taka í nýjum verkefnum með reglulegu millibili. Þá skemmir ekki fyrir að hún er góð í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Þessa dagana er Salka að vinna í sinni fyrstu sólóplötu og finnst enn mikilvægt að storka kerfinu með að gera ekki alltaf það sem til er ætlast.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko:
https://reykjavikroasters.is/en/shop/dona-darko/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi í pokum út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Kauptu þér Roborock S6 ryksugu- og skúringaróbóta á 20% afslætti með léttkaupum í Síminn Pay appinu. Tilboðið gildir til 5. maí 2021.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Þykkvabæjar býður upp á STVF.
Í matinn er beikongratín.
https://www.thykkvabaejar.is/vorur/beikongratin-600-gr/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Apr 22, 2021
#0049 Anna Fríða Gísladóttir
Thursday Apr 22, 2021
Thursday Apr 22, 2021
S01E49
– Anna Fríða Gísladóttir er markaðsstjóri af guðs náð. Metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg; hún vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem:
https://reykjavikroasters.is/en/shop/dona-nenem/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Bónus býður upp á STVF.
Verslaðu allskonar gúrmet í matinn með nýsótthreinsaða körfu í öllum verslunum Bónuss.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Kauptu þér Samsung Buds í eyrun á 25% afslætti í Síminn Pay appinu fram til 28. apríl 2021.
https://www.siminn.is/siminn-pay
– Þykkvabæjar býður upp á STVF.
Í matinn er kartöflugratín.
https://thykkvabaejar.is/en/products/potatoes-au-gratin-with-mushrooms-600-gr/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Apr 15, 2021
#0048 Valdimar Guðmundsson
Thursday Apr 15, 2021
Thursday Apr 15, 2021
S01E48
– Valdimar Guðmundsson er söngvari, básúnuleikari og tónskáld úr Keflavík. Sjálfur segir hann að lítið hafi farið fyrir sér í skóla en í dag eru líklega fáir Íslendingar sem ekki þekkja hann í sjón, sem Maraþonmann Íslandsbanka eða þá fyrir silkimjúka röddina sem berst landsmönnum reglulega á öldum ljósvakans. Valdimar er algjörlega sjálflærður söngvari, að undanskildum þeim hæfileikum sem hægt er að yfirfæra af básúninni yfir á söng. Í dag á Valdimar von á barni með kærustunni sinni og getur ekki beðið eftir að kynnast litla gaurnum sem koma á í heiminn í sumar.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-nenem/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Sjóvá býður upp á STVF.
Tilkynntu brotna iPadinn á https://www.sjova.is
– Þykkvabæjar býður upp á STVF.
Á brauðinu er kalt brokkolísalat með beikoni og trönuberjum. Mmmm já. https://thykkvabaejar.is/vorur/brokkolisalat-m-beikoni-og-tronuberjum-400-gr/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Apr 08, 2021
#0047 Birna Pétursdóttir
Thursday Apr 08, 2021
Thursday Apr 08, 2021
S01E47
– Birna Pétursdóttir fer ekki endilega troðnar slóðir. Hún er leikari, leikskáld, dagskrárgerðarmaður og einn stofnanda Flugu hugmyndahúss. Bernskudraumurinn var ávallt að verða leikkona og fór hún beint til London í leiklistarnám að loknu stúdentsprófi við MA. Það er þó ekki alltaf tekið út með sældinni að vera leikari og á köflum hefur neyðin kennt Birnu að spinna: hún hefur meðal annars komið að stofnun leikhópsins Umskiptinga, unnið í dagskrárgerð hjá N4 og RÚV, skrifað leikrit og er í dag í fullri vinnu við leiklist. Það reynist henni þó ekki nóg og er hún í mastersnámi í hagnýtri þjóðfræði í hjáverkum, þegar tími leyfir. Birna hefur þurft að etja við lágt sjálfsmat og í þessu viðtali heyrum við hennar reynslu af því að vinna sig út úr þeim þrálátu hugsunum – og hvernig hún breytti þeim í verkfæri í leiklistarkistunni sinni.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Sómi býður upp á STVF.
Í glasinu er safinn Veg – spínat, sellerí, engifer og límóna. Nammi namm. https://somi.is/safar/
– Þykkvabæjar býður upp á STVF.
Í kvöldmat er þríréttað í kartöflugratíni. https://thykkvabaejar.is/vorur/beikongratin-600-gr/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Apr 01, 2021
#0046 Víkingur Kristjánsson
Thursday Apr 01, 2021
Thursday Apr 01, 2021
S01E46
– Víkingur Kristjánsson er landsþekktur leikari í dag en saga hans var ekki bein braut. Hann lýsir sjálfum sér sem A manni, sem sefur því hann þarf þess og kann ekki á snooze takkann, en einnig sem kvíðasjúklingi. Auk leiklistar hefur hann starfað við ýmsa hluti; keyrt lyftara, skrifað texta fyrir fyrirtæki og unnið á leikskóla, í kringum leiklistarverkefnin sem komu stundum í rikkjum. Nú um páskana verður frumsýnd ný þáttaröð eftir Víking titluð „Vegferðin“, en með aðalhlutverk þar fara Víkingur sjálfur og Ólafur Darri Ólafsson í leikstjórn Baldvins Z. Víkingur er driftugur maður, var meðal stofnenda leikhópsins Vesturports, hvaðan sem hann á margar frábærar sögur að segja. Til að mynda eru fáir sem geta sagst hafa dottið í fangið á Ólafi Ragnari Grímssyni þáverandi forseta – á launum.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út apríl 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Sómi býður upp á STVF.
Í glasinu er safinn Veg – spínat, sellerí, engifer & límóna. Nammi namm. https://somi.is/safar/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Mar 25, 2021
#0045 Silja Hauksdóttir
Thursday Mar 25, 2021
Thursday Mar 25, 2021
S01E45
– Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, „Systrabönd“, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Loddaralíðanin lætur vissulega stundum á sér kræla, þótt hún eigi engan veginn rétt á sér, og þá þykir Silju mikilvægt að taka henni opnum örmum og tala opinskátt um hana – þannig verði henni haldið í skefjum.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út mars 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Bónus býður upp á STVF.
Þar fáið þið til að mynda allt það góða frá Sóma.
– Sómi býður upp á STVF.
Í glasinu er safinn Veg – spínat, sellerí, engifer & límóna. Nammi namm. https://somi.is/safar/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Mar 18, 2021
#0044 Birgir Jónsson
Thursday Mar 18, 2021
Thursday Mar 18, 2021
S01E44
– Birgir Jónsson skorast ekki undan áskorunum. Í gegnum tíðina hefur hann verið forstjóri ýmissa fyrirtækja á borð við Iceland Express og Póstinn, trommað í hljómsveitinni DIMMU og um þessar mundir rekur hann Madison Ilmhús með konu sinni Lísu Ólafsdóttur. Líf Birgis er ekki bundið við heimabæinn Kópavog, en hann hefur búið í Hong Kong þar sem hann upplifði SARS-faraldurinn, í Rúmeníu og London. Líf Birgis er samansett af mörgum verkefnum, en bútasaumurinn miðast af því að hafa ætíð ástríðu fyrir þeim verkefnum sem hann tekur að sér; mikilvægast sé að vera alltaf spenntari fyrir því sem koma skal en því sem á undan er gengið.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Libano: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út mars 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Sómi býður upp á STVF.
Á brauðinu er þykkt lag af jalapeno hummus: https://somi.is/vorur/hummus-med-jalapeno/
– FlyOver Iceland býður upp á STVF.
Fáið 20% afslátt af stökum ferðum með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á https://www.flyovericeland.is
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Mar 11, 2021
#0043 Hjörtur Jóhann Jónsson
Thursday Mar 11, 2021
Thursday Mar 11, 2021
S01E43
– Hjörtur Jóhann Jónsson er leikari í dag, en hefði auðveldlega getað orðið heimspekingur á fjöllum. Þó svo að leiklistin sé ein vinsælasta atvinnugreinin í fjölskyldunni var það þónokkur ákvörðun fyrir hann að leggja hana fyrir sig, en á leiðinni kom hann við í björgunarsveitinni og í heimspeki í Háskóla Íslands. Á endanum var leiklistin þó það eina sem hann fékk ekki leið á og í þessu viðtali fáum við að skyggnast inn í hug hans leikara meðfram nokkrum öðrum áningarstöðum. Ferill Hjartar er fjölbreyttur, en þjóðin hefur fengið að njóta hans í mörgum sýningum á borð við Ríkharð III, Ellý og Bláa hnettinum. Í dag er hann fastráðinn hjá Borgarleikhúsinu, tveggja barna faðir, gengur ekki (á fjöll) í legghlífum, og elskar það!
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Libano: https://reykjavikroasters.is/en/portfolio-posts/el-libano/
Afsláttarkóðinn ‘STVF’ gefur hlustendum 10% afslátt á kaffi út mars 2021 á https://www.reykjavikroasters.is/vefverslun
– Sómi býður upp á STVF.
Á brauðinu er þykkt lag af jalapeno hummus: https://somi.is/vorur/hummus-med-jalapeno/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Mar 04, 2021
#0042 Gísli Marteinn
Thursday Mar 04, 2021
Thursday Mar 04, 2021
S01E42
– Gísla Martein þarf vart að kynna. Hann hefur lengi verið á sjónvarpsskjám landsmanna í einni mynd eða annarri og flestir hafa líklega einhverja skoðun á honum. En hver er Gísli raunverulega? Hann bjó í Breiðholtinu í 27 ár, er Edduverðlaunahafi, fyrrum flugfreyja og með háskólamenntun í borgum. Margir tengja Gísla við bíllausan lífsstíl, en hann taldi þó niður dagana í það að hann fengi bílpróf eins og svo margir aðrir. Í dag er hann hluthafi í Kaffi Vest, þáttastjórnandi í Vikunni með Gísla Marteini á RÚV og mikill áhugamaður um fólk af öllum stærðum og gerðum. En jafnvel eftir að hafa farið í árs nám við Harvard og að stjórna einum vinsælasta þætti Íslands í dag er Gísli alltaf að leita leiða til að gera eitthvað stærra og betra, af sinni einstöku ástríðu og gleði sem skín í gegn í þessu kaffiboði.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF.
Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko
– Sómi býður upp á STVF.
Á brauðinu er þykkt lag af jalapeno hummus: https://somi.is/vorur/hummus-med-jalapeno/
– Hljóðkirkjan býður upp á 8 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum, Listamenn á laugardögum og Alveg Dagsatt á sunnudögum.

Thursday Feb 25, 2021
#0041 Líf Magneudóttir
Thursday Feb 25, 2021
Thursday Feb 25, 2021
S01E41
– Líf Magneudóttir borgarfulltrúi hefur brennandi áhuga á fólki og hefur það leitt hana niður alls konar brautir í lífinu. Hún er kennaramenntuð og hvatvís, andkapítalisti og með einstaka ástríðu fyrir mennta- og umhverfismálum landsins. Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Í viðtalinu lærum við meðalmaðurinn heilmikið um hvernig stjórnmál ganga fyrir sig í innsta hring og er gott frá því að segja að þetta virðist mikið manneskjulegra þegar búið er að útskýra þetta fyrir okkur á mannamáli.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko
– Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.