Episodes

Thursday Feb 18, 2021
#0040 Óttarr Proppé
Thursday Feb 18, 2021
Thursday Feb 18, 2021
S01E40
– Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður „djúpulaugarmaður“ sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár og er líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Til dæmis þykir Óttarri bæði Paul Newman og Arnold Schwartzenegger töff – bara hvor á sinn hátt.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko
– Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Feb 11, 2021
#0039 Þórunn Erna Clausen
Thursday Feb 11, 2021
Thursday Feb 11, 2021
S01E39
– Þórunn Erna Clausen er leikari og tónlistarkona, þótt hún hafi hætt að æfa á píanó þegar hún var tólf ára. Hún trúir á að ekki gefast upp og hlusta á innsæið, þótt það hafi ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Í dag býr hún til flest sín verkefni sjálf og var einmitt að gefa út plötuna „My Darkest Place“ í byrjun febrúar 2021. Þórunn hefur alla tíð samið tónlist en tók ekki að vinna sín eigin lög til enda fyrr en eftir að eiginmaður hennar, Sigurjón Brink, lést árið 2011. Í viðtalinu gefur Þórunn okkur persónulega innsýn í upplifun sína af sorginni og hvernig lífið verður að halda áfram. Eftir missinn sagði hún já við öllum tækifærum sem buðust og deyfði ekki sársaukann með neinu – nema kannski vinnu. En þegar öllu er á botninn hvolft finnst Þórunni Ernu hún hafa verið mjög heppin í lífinu.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko
– Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Feb 04, 2021
#0038 Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir
Thursday Feb 04, 2021
Thursday Feb 04, 2021
S01E38
– Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er listakona. Hún er sennilega myndlistarkona fyrst og fremst en hún er líka forkólfur og stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast. Hún segist vera intróvert með lærða extróvert-hegðun, finnst hlutirnir fyndnari eftir því sem þeir eru meira óviðeigandi og skilur ekki hversdagslega hluti á borð við kaffivélarspjall og vangaveltur um líðandi stund. Hún var frekar undarlegt barn og unglingur, fór erfiðu leiðina í gegnum skóla og reyndi oftar en ekki að passa inn í hólf sem hentuðu henni ekki. Í dag hefur hún slakað á emó-hugsununum, hefur óbilandi húmor fyrir sjálfri sér og kemur honum til skila í gegnum teiknimyndasögur. Þið skuluð öll skoða www.loaboratorium.com og alla samfélagsmiðla sem hún kemur nálægt. Lóa er viðbjóðslega fyndin og ein af þessum manneskjum sem raunverulega bera þann titil að vera snillingur.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko
– FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum
– Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Jan 28, 2021
#0037 Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson
Thursday Jan 28, 2021
Thursday Jan 28, 2021
S01E37
– Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 15. janúar 1944, yngstur tíu barna foreldra sinna. Hann lagði stund á ljóð- og kvæðalist frá unga aldri, lærði allar kúnstarinnar reglur bragfræðinnar, hefur tekið þær með sér gegnum lífið og gefið út ljóða- og kennslubækur um fagið. Hann hefur lært mikið á leið gegnum lífið, bæði í skóla og sótti doktorsgráðu í stuðlasetningu fyrir 10 árum síðan, en einnig af reynslunni, því hann barðist við vanlíðan sem ungur maður og vökvaði það ástand síðan með neyslu áfengis í 15 ár. 35 ára gamall sneri hann hinsvegar við blaðinu og hefur haldið afskaplega heilbrigðan lífsstíl síðan, svo heilbrigðan að öfgafyllstu Instagrampóserar nútímans eiga ekki séns. Hann hafði frá afar miklu að segja enda lífshlaupið langt og viðburðaríkt. Gefið ykkur tíma. Fólk eins og Ragnar veit meira en við.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-nenem
– FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum
– Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Jan 21, 2021
#0036 Magnús Ver
Thursday Jan 21, 2021
Thursday Jan 21, 2021
S01E36
– Magnús Ver er ferfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Hann er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er ennþá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Hann er rosalegur. Rooosalegur.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Volcan: https://reykjavikroasters.is/shop/el-volcan
– FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Jan 14, 2021
#0035 Rut Kára
Thursday Jan 14, 2021
Thursday Jan 14, 2021
S01E35
– Rut Kára er innanhússarkitekt Íslands. Hún lærði á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíudvölinni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum um aðalsborið konungsfólk. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og auðvitað litum. Svo gott auga að litapalletta okkar allra hefur hreinlega breyst á þeim áratugum sem hún hefur starfað. Rut er Húsvíkingur, systir bekkjarbróður míns og skyld mér í fjórða ættlið. Og samt þekktumst við nákvæmlega ekki neitt. Merkilegur andskoti.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Volcan: https://reykjavikroasters.is/shop/el-volcan
– FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Jan 07, 2021
#0034 Stjörnu-Sævar
Thursday Jan 07, 2021
Thursday Jan 07, 2021
S01E34
– Sævar Helgi Bragason er stjörnusérfræðingur. Það stendur sennilega ekki á prófskírteininu hans en við þekkjum hann í það minnsta sirka svoleiðis. Hann hefur ótrúlegan áhuga á alheiminum og býr yfir þeirri gjöf að geta talað við okkur hin á þann hátt að við bæði hrífumst með og skiljum. Hann er náttúruverndarsinni og fjölmiðlastjarna, lúði – í jákvæðustu merkingu þess orðs – og gersamlega óþreytandi þegar kemur að því að miðla og fræða. Sævar er þó meira en það því hann er faðir og á von á öðru barni með sambýliskonu sinni. Hann hefur áhuga á fallegum hlutum, eldar góðan mat og drekkur góða drykki. Hann á skemmtilega fortíð að baki og hefur alltaf stefnt rakleiðis í sömu áttina – út í geim.
Gott spjall.
– Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko
– FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Dec 31, 2020
#0033 Baldvin Z
Thursday Dec 31, 2020
Thursday Dec 31, 2020
S01E33
– Baldvin Z er stjörnuleikstjóri, framleiðandi, höfundur og allrahandakvikmyndagerðamaður. Órói, Vonarstræti, Lof mér að falla og fleiri myndir eru orðnar íslensk klassík nú þegar og þar að auki hefur hann dýft tánum í fleira, stuttmyndagerð, sjónvarpsþætti og heimildamyndagerð. Hann er einn eiganda Glassriver sem framleiðir hreyfiefni í samvinnu við þá sem gera hlutina best. Baldvin er fæddur og uppalinn á Akureyri, yngstur í stórum systkinahópi og missti móður sína úr krabba þegar hann var ungur. Tíminn fyrir slíkt er vitanlega aldrei góður en þetta áfall í bland við önnur beindu honum á örlítið vafasamar brautir framan af. Hann fór í gegnum allskonar sjálfskoðun en setur skurðpunkt við tímann þegar hann kynntist konunni sinni. Þá breyttist allt. Og já, Baldvin er trymbill í hinni goðsagnakenndu sveit Toymachine sem nýlega tók upp og gaf út frábæra plötu með 20 ára gömlu efni.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Dec 24, 2020
#0032 Eva Laufey Kjaran
Thursday Dec 24, 2020
Thursday Dec 24, 2020
S01E32
– Eva Laufey er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað sem henni dettur í hug. Hún er útpæld í sínum aðgerðum, bissnesmanneskja fram í fingurgóma og með sitt á hreinu. Hún hefur þó þurft að finna taktinn, hefur spennt bogann of hátt og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Ung kona með lygilega stóra sögu miðað við aldur.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

Thursday Dec 17, 2020
#0031 Helgi Seljan
Thursday Dec 17, 2020
Thursday Dec 17, 2020
S01E31
– Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins. Hann er ekki í léttu hlutunum heldur tekur sér fyrir hendur að fjalla um erfið mál, vafasama og/eða ólögmæta framkomu fyrirtækja og einstaklinga og leitar sannleikans með flestum tiltækum ráðum. Hann er sjarmerandi á stundum fráhrindandi hátt, náttúrutöffari og gríðarlega fylginn sér. Hann ól flest fyrstu árin fyrir austan, fór ekki auðveldustu leiðina, sótti sjóinn og var upp á kant við lífið. Hann horfði upp á dauðann allt í kringum sig í uppvextinum og sá ekki fullan tilgang þar til hann virkjaði fréttanefið. Þá lá leiðin hratt upp og vestur á bóginn. Nú er hann orðinn fullorðnari en þá og einn sá allra fremsti á sínu sviði í Íslandssögunni. Allt þetta hefur tekið toll þótt það gefi líka. Hann hefði getað talað í 5 tíma til viðbótar.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.