Episodes

Thursday Oct 01, 2020
#0020 Ari Eldjárn
Thursday Oct 01, 2020
Thursday Oct 01, 2020
S01E20
– Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock the Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Og svo er hann líka óskaplega venjulegur fjölskyldufaðir. Við hefðum getað talað endalaust en létum 3 tíma nægja.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Sep 24, 2020
#0019 Þuríður Blær
Thursday Sep 24, 2020
Thursday Sep 24, 2020
S01E19
– Þuríður Blær er leikkona, rappari, femínisti, nýbökuð móðir, nörd og ofboðslegur töffari. Ofboðslegur! Hún stofnaði Reykjavíkurdætur árið 2013 og hefur fylgt því ævintýri í gegnum súrt og sætt. Hún fékk óhefðbundið uppeldi, faðir hennar var bæði róni og dópisti eins og hún segir sjálf og lét lífið fyrir tæpu ári síðan. Hún er hrædd við dauðann en virðist óhrædd að takast á við allt sem á vegi hennar verður. Borgarleikhúsið er hennar aðalvinnustaður og þið ykkar sem sáuð Ráðherrann síðastliðinn sunnudag sáuð hana þar.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Sep 17, 2020
#0018 Georg Holm
Thursday Sep 17, 2020
Thursday Sep 17, 2020
S01E18
– Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit miðað við það sem aftur gerir hann sennilega að minnst fræga Íslendingi miðað við frægð. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn, frekar hæglátur en þó ekki eins krúttlegur og ætla mætti. Hann er augljóslega fluggreindur og með sitt á hreinu, lítillátur og afskaplega skemmtilegur. Og eins og Lemmy þá segist hann spila rokk og ról, sem er hárrétt. Við töluðum langmest um góðu hlutina, en auðvitað líka um þá erfiðu.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Sep 10, 2020
#0017 Bragi Valdimar
Thursday Sep 10, 2020
Thursday Sep 10, 2020
S01E17
– Bragi Valdimar Skúlason er Baggalútur, tónsmiður, textasmiður, auglýsingamógull og allrahandaséní. Hann er einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, gríðarlegur áhugamaður um íslenska tungu, stjórnar sjónvarpsþáttum, gefur út bækur og fyllir Háskólabíó alla daga desembermánaðar. Hann lærði ekki að yrkja fyrr en á unglingsárum en gerir það af alefli í dag. Hann lætur hlutina gerast, beitir sér fyrir réttindamálum tón- og textahöfunda og sameinar bissness og list.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Sep 03, 2020
#0016 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir
Thursday Sep 03, 2020
Thursday Sep 03, 2020
S01E16
– Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Við héldum tveggja metra fjarlægð og tókum hlutina föstum tökum.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Aug 27, 2020
#0015 Ólafur Örn Ólafsson
Thursday Aug 27, 2020
Thursday Aug 27, 2020
S01E15
– Óli kokkur er ekki kokkur heldur framreiðslumeistari. Framreiðslumeistari er þjónn. Hann stofnaði eina veitingastað landsins sem hlotið hefur Michelin-stjörnu, eina staðinn með slíka stjörnu, og hefur komið að rekstri fjölmargra annarra. Óli er framkvæmdamaður, á og rekur Vínstúkuna Tíu sopa, er fyrrverandi glaumgosi, flugfreyja og uppvaskari. Hann stýrir þættinum Kokkaflakk hjá Sjónvarpi Símans og undirbýr núna Kokkaflakk í hlaðvarpsbúningi sem framleitt er af Hljóðkirkjunni. Hann er sérvitur á réttum sviðum og afar skemmtilegur viðtals.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Aug 20, 2020
#0014 Hannes Óli
Thursday Aug 20, 2020
Thursday Aug 20, 2020
S01E14
– Hannes Óli er leikari af guðs náð. Hann tekur lífinu eins og það kemur og hefur leikið Sigmund Davíð í hverju einasta áramótaskaupi nema einu síðan 2009. Hann les bækur, horfir á kvikmyndir, breytir veikleikum í styrkleika og er þakklátur fyrir allt sem hann hefur. Pabbi hans er kona og hann hefur spunnið senu í kvikmynd með Will Ferrell. Ég segi þetta og skrifa hér í þetta eina skipti: Jaja Ding Dong!
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Aug 13, 2020
#0013 Gerður Kristný
Thursday Aug 13, 2020
Thursday Aug 13, 2020
S01E13
– Gerður Kristný er skáld. Hún segir það meira að segja sjálf, sem er eitthvað sem ég get ekki tileinkað mér. Hún hefur starfað sem ritstjóri, tekið á alvöru málum af fullum þunga og fengið lof og last fyrir – oft í undarlegu hlutfalli. Hún er rithöfundur og hefur skrifað flestar tegundir bóka. Hún ferðast um allt, kynnir sig og gefur hlutunum séns. Hún fúnkerar á undarlegri blöndu af frelsi og aga og hefur skrifað bækur sem gætu talist til þeirra bestu sem ég hef lesið.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Aug 06, 2020
#0012 Franz Gunnarsson
Thursday Aug 06, 2020
Thursday Aug 06, 2020
S01E12
– Franz er og hefur verið meðlimur í Ensími, Dr. Spock, In Memoriam, Quicksand Jesus og fleiri og fleiri. Hann hefur spilað á gítar frá unglingsárum og dregið framkvæmdavagninn í flestum þeim verkefnum sem hann kemur nálægt. Hann hefur háð harðar baráttur við búsið og hafði sigur að lokum. Hann er faðir og orðinn miðaldra sólótónlistarmaður, pródjektið Paunkholm er hans upphaf nýrra tíma. Hann er duglegri en andskotinn og á endalaust af sögum í bakpokanum sem við fórum yfir. Og já, hann er hálfur Skoti og hefur unnið með Steve Albini.
Glæsilegt spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Jul 30, 2020
#0011 Erna Hrönn
Thursday Jul 30, 2020
Thursday Jul 30, 2020
S01E11
– Erna Hrönn er söngkona frá náttúrunnar hendi, útvarpskona, táknmálsfræðingur og allrahandasnillingur. Hún brosir, syngur, hlær og tekur á öllum verkefnum með jákvæðni og stefnu á fullkomnun. 6 lög og 60 sinnum bakraddir í Eurovision, endalaus gigg af öllum stærðargráðum, 6 börn og nýtt hjónaband. En lífið er ekki áfallalaust og nákvæmlega núna stendur hún í stórræðum við að ná sér upp úr andlegri brotlendingu. Álag áranna og atburðir liðinna tíma náðu loksins í skottið á henni og þá sér í lagi einn ákveðinn atburður. Í þessu spjalli segir hún frá öllu og dregur ekkert undan, ekkert skrum og ekkert fát en heldur engar beiðnir um vorkun eða innihaldslaus faguryrði. Verkefnið er stórt og erfitt en hún ætlar sér á leiðarenda. Ótrúlegt spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.