Episodes
Thursday Apr 07, 2022
#0099 Laddi
Thursday Apr 07, 2022
Thursday Apr 07, 2022
S01E99
– Laddi. Það þarf auðvitað ekkert að hafa fleiri orð um það. Laddi er tónlistarmaður, leikari, grínisti og algert náttúrubarn. Hann hefur haft ofan af fyrir þjóðinni lengur en flestir gera sér grein fyrir og hefur sett niður fótinn ótrúlega víða. Ferillinn hófst við trommusettið, færðist inn í leikmunadeild RÚV og síðan á svið og fyrir framan myndavélarnar. Eftir margfaldan árangur á flestum sviðum listarinnar hefur hann nú sett stefnuna á myndlist og á margt eftir ógert þar. Laddi er algert náttúruafl, gríðarlega atorkusamur og á bakvið allt grínið og glensið er auðvelt að koma auga á manninn og allt það sem undir býr. Þar býr alvara og grín, gleði og sorg í bland. Og mikið óskaplega óska ég þess að við fáum grínlausa plötu í fullri lengd á glæsilegum vínyl áður en of langt um líður — svo ég segi það í eigingjarnri frekju minni og draumalandi.
Gott spjall.
– Sjóvá býður upp á STVF.
Rétt dekk skipta öllu máli. Græið ykkur á góð sumardekk fyrir sumarið. Meðlimir í Stofni fá sérkjör af hjólbörðum. Skoðaðu dílana hér: www.sjova.is/einstaklingar/stofn/dekkjaafslaettir/samstarfsadilar
– Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.