Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.

S01E25

 – Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Hún veit allt um rokktónlist og lifði það sem við hin getum bara lesið um, fylgist með því nýja og man það gamla. Hún segist ekki vera að safna en á mörgþúsund plötur og geisladiska engu að síður. Hún sér alltaf lausnir frekar en vesen, trúir að sár grói og vill gefa öðrum séns á því að átta sig þótt viðkomandi er röngu megin við línuna. Og hún er einn mesti töffari sem Ísland hefur nokkurn tímann átt.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

S01E24

 – Ugla Stefanía er að norðan. Hún er ötul talskona hinsegin fólks, er sjálf transkona og kynsegin. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Hún kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton og segir hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

S01E23

 – Svanhildur Hólm er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en þó höfum við ekki séð hana á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri viðskiptaráðs. Hún og maðurinn hennar eiga alls sjö börn og áttu fimm þeirra áður en sambandið hófst. Hún er nörd og hægrisinnaður bessevisser að eigin sögn. Hún er að norðan og lærði snemma að njóta leiðinlegra verka með því að vinna þau vel. Lögfræðingur að mennt og intróvert með lærða hegðun sem extróvert. Og ógeðslega skemmtileg.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

S01E22

 – Flosi Þorgeirsson er vinur minn. Hann er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar sem Hljóðkirkjan framleiðir. Hann hefur lifað allskonar tíma og ekki alltaf góða. Faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þynglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Hann er framúrskarandi greindur og vel gefinn, skemmtilegur með afbrigðum, opinn og æðrulaus. 

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E21

 – Inga Lind er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og allrahandatöffari. Hún hefur komið 5 börnum til manns, unnið í Svarta svaninum og tekið sér þriggja ára frí í Barcelona. Hún hefur afskaplega þægilegt viðmót en hefur þó þurft að fara á talbeitingarnámskeið til að lækka hljómfall raddarinnar því að eigin sögn átti hún það til að galopna augun og tala svo hátt uppi að óþægilegt þótti. Hún á sér mjög mörg og mögulega óvenjuleg áhugamál, finnst gott að vera ein með sjálfri sér, rekur framleiðslufyrirtækið Skot Productions og býr í Garðabæ. Já, hún býr svo sannarlega í Garðabæ.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E20

 – Ari Eldjárn er af mörgum talinn fyndnasti maður þjóðarinnar og hefur starfað við uppistand frá árinu 2009. Hann tók þátt í stofnun Mið-Íslands þetta sama ár en hafði fram að því haldið að hann ætti frekar heima við gerð handrita og kvikmynda. Hann hefur gert sjónvarpsþætti og komið að ýmsu gríntengdu hér á landi en einnig haldið utan og reynt fyrir sér þar með sýningar á ensku. Hann kom fram í sjónvarpþættinum Mock the Week á BBC árið 2018 við hlið risastórra grínista á borð við Dara Ó Briain og komst lifandi frá því. Og svo er hann líka óskaplega venjulegur fjölskyldufaðir. Við hefðum getað talað endalaust en létum 3 tíma nægja.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E19

 – Þuríður Blær er leikkona, rappari, femínisti, nýbökuð móðir, nörd og ofboðslegur töffari. Ofboðslegur! Hún stofnaði Reykjavíkurdætur árið 2013 og hefur fylgt því ævintýri í gegnum súrt og sætt. Hún fékk óhefðbundið uppeldi, faðir hennar var bæði róni og dópisti eins og hún segir sjálf og lét lífið fyrir tæpu ári síðan. Hún er hrædd við dauðann en virðist óhrædd að takast á við allt sem á vegi hennar verður. Borgarleikhúsið er hennar aðalvinnustaður og þið ykkar sem sáuð Ráðherrann síðastliðinn sunnudag sáuð hana þar.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E18

 – Georg Holm er bassaleikari Sigur Rósar sem gerir hann að einum frægasta Íslendingi fyrr og síðar. Samt sem áður er hann ótrúlega lítt þekkt andlit miðað við það sem aftur gerir hann sennilega að minnst fræga Íslendingi miðað við frægð. Hann er fjölskyldumaður, letingi að eigin sögn, frekar hæglátur en þó ekki eins krúttlegur og ætla mætti. Hann er augljóslega fluggreindur og með sitt á hreinu, lítillátur og afskaplega skemmtilegur. Og eins og Lemmy þá segist hann spila rokk og ról, sem er hárrétt. Við töluðum langmest um góðu hlutina, en auðvitað líka um þá erfiðu.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E17

 – Bragi Valdimar Skúlason er Baggalútur, tónsmiður, textasmiður, auglýsingamógull og allrahandaséní. Hann er einn af eigendum auglýsingastofunnar Brandenburg, gríðarlegur áhugamaður um íslenska tungu, stjórnar sjónvarpsþáttum, gefur út bækur og fyllir Háskólabíó alla daga desembermánaðar. Hann lærði ekki að yrkja fyrr en á unglingsárum en gerir það af alefli í dag. Hann lætur hlutina gerast, beitir sér fyrir réttindamálum tón- og textahöfunda og sameinar bissness og list.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E16

 – Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir var yngsti kvenráðherrann frá upphafi þegar hún var skipuð í embætti árið 2017 en það met hefur síðan verið slegið. Hún er markmiðadrifin án þess að vita nákvæmlega hver markmiðin eru, skorinort og óhrædd. Hún er í hópi þess fólks sem sækist eftir því að stýra mikilvægu málunum án þess að vilja flækja málið og flæma venjulega fólkið eins mig sjálfan frá öllu saman. Við héldum tveggja metra fjarlægð og tókum hlutina föstum tökum.

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

« Newer Episodes Older Episodes »

Play this podcast on Podbean App