Snæbjörn talar við fólk

Snæbjörn Ragnarsson úr Skálmöld, Ljótu hálfvitunum og snjallmenni á auglýsingastofunni PiparTBWA tekur viðtöl við skemmtilegt fólk.

S01E67

 – Ómar Úlfur Eyþórsson ætlaði sér alltaf að verða rokkstjarna en endaði sem fjölmiðlamaður, lengstan tíma hjá X-977 þar sem hann stjórnar Morgunþættinum í dag. Hann er líka lærður smiður, óvirkur fíkill, með He-Man húðflúr og hefur náð að eyða 15 þúsund krónum í sælgætissjálfssala á tveimur vikum. Geri aðrir betur. Þó hann vinni við að tala við fólk segist hann ekki kunna að kurteisisspjalla og að hann þurfi alltaf annað slagið að hrista upp í lífinu. Í einum slíkum hristingi breytti hann til að mynda nafninu sínu og tók millinafnið Úlfur, án þess að ráðfæra sig við nokkurn í kringum sig. Líf Ómars hefur ekki alltaf verið auðvelt, en í dag telur hann sig mjög heppinn, sérstaklega með fólkið í kringum sig og lifir lífinu án þess að vera með nokkurt plan.

Gott spjall.

 

 

 – Pizzan býður upp á STVF.

Þú færð enn 40% afslátt af öllum sóttum pizzum af matseðli með kóðanum 'HLJODKIRKJAN'. Ný á matseðlinum er Eftirlætið hennar ömmu með aspasi og paprikukryddi. Namminamminamm.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Vantar þig nýjan fararskjóta? Þú færð UNAGI rafskútu á 21% afslætti í Léttkaupum í Síminn Pay appinu.

 

 – Hljóðkirkjan býður brátt aftur upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E66

 – Svandís Svavarsdóttir er heilbrigðisráðherra Íslands, þótt þið vitið það kannski ekki öll. Hún tók óafvitandi við því ótrúlega verkefni að stýra landinu í gegnum COVID19 heimsfaraldurinn og er vel í stakk búin til þess eftir mörg ár í íslenskri pólitík. Fáir vita þó að fyrir sinn stjórnmálaferil vann hún með þeim Íslendingum sem tala íslenskt táknmál að móðurmáli, og vann að réttindabaráttu þeirra. Alla tíð hefur hún brunnið fyrir samfélagið og viljað taka á óréttlætinu sem fellst í misskiptingu auðæfa, þó hún ákveði líka að skilja vinnuna eftir þegar hún fer heim að vinnudegi loknum. Svandís er tónlistaráhugamaður mikill, ræktar sambandið við sína nánustu og reynir að gleyma aldrei gleðinni, en fyrst og fremst reynir hún alltaf að gera gagn.

Gott spjall.

 

 

 – Pizzan býður upp á STVF.

Þú færð 40% afslátt af sóttum pizzum af matseðli Pizzunnar með kóðanum 'HLJODKIRKJAN'. Hver er uppáhalds pizzan þín af pizzuseðli Pizzunnar?

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Þegar þú átt ekki heimangengt á Pizzuna er um að gera að kaupa pizzaofn og pizzaspaða  í Síminn Pay appinu fyrir heimapizzupartýið þitt.

 

 

 – Hljóðkirkjan býður brátt aftur upp á 4 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E65

 – María Magnúsdóttir gefur út tónlist undir nafninu MIMRA, syngur jazz og kennir nýgræðingum og lengra komnum að fikra sig áfram í sinni tónsköpun. María ólst upp í miklu trúarsamfélagi og hefur drepið niður fæti í mörgum löndum í stanslausri leit sinni að nýjum áskorunum til að takast á við og yfirstíga. Hún er sprenglærður tónlistarmaður og pródúseraði eigin plötu sem lokaverkefni frá hinum virta Goldsmiths háskóla í London. Í dag er hún ráðsett kona á Íslandi og er hvergi nærri hætt að ögra sér. Á næstu dögum mun María koma fram á Jazzhátíð Reykjavíkur og er von á nýju efni með MIMRU í september 2021, svo nú er sannarlega tíminn til að leggja við hlustir.

Gott spjall.

 

 

 – Pizzan býður upp á STVF.

Þú færð 40% afslátt af sóttum pizzum af matseðli Pizzunnar með kóðanum 'HLJODKIRKJAN'. Eftir hverju ertu að bíða?

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Ef þú leggur bílnum með Síminn Pay appinu minnir appið þig á það reglulega að þú ert að greiða í stæði, ef ske kynni að þú værir að gleyma þér.

 

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E64

 – Andri Freyr Viðarsson hefur haft ofan af fyrir landsmönnum með þáttagerð sinni í meira en tvo áratugi. Flesta daga vikunnar má finna hann á Rás 2 að fara yfir helstu málefni dagsins og spila tónlist fyrir landann. Það er þó ýmislegt sem margir vita ekki um Andra; til dæmis lærði hann að spila almennilega á gítar á tónleikaferðalagi með Botnleðju og um þessar mundir vinnur hann í hjáverkum að heimildarmynd um kántrítónlistarmanninn Johnny King. Eins og heyra má í þessu viðtali er ávallt stutt í bæði sprelligosann og control freak-ið sem býr til frábæran þann ófyrirsjáanleika sem einkennir Andra Frey.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Vertu á undan Bibba að borða á Duck and Rose. Pantaðu núna í Síminn Pay appinu.

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E63

 – Í dag er þátturinn með óreglulegu sniði. Þar sem Snæbjörn er í sumarfríi ákvað hann að gera sér lífið auðvelt og taka stutt viðtal við konu sína, hana Agnesi Grímsdóttur. Hún Agnes er Húsvíkingur, snyrtifræðingur á Madison Ilmhúsi, söngkona og áhugamaður um lífið; kona sem að eigin sögn þrífst ekki vel í logni. Agnes er eiginkona Snæbjörns og eiga þau saman tvö börn. Þau hjónin fá oft spurninguna, hvort í sínu lagi, um það hvernig það sé að vera gift Snæbirni, og í  þessum þætti reyna þau að svara þeirri spurningu, Agnes í hreinskilni og Snæbjörn í örlitlu stressi.

Gott spjall.

 

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Jæja, fyrst þetta fór svona er þá ekki bara upplagt að halda sig til hlés og panta matinn heim? Prófaðu nýjan veitingastað í Síminn Pay appinu.

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

S01E62

 – Þorsteinn Snævar Benediktsson er maður mikilla ástríðna. Þorsteinn rekur brugghúsið Húsavík Öl sem er eins og nafnið gefur til kynna með höfuðstöðvar á Húsavík. Þorsteinn er mikill kappsmaður og vill ávallt skila af sér topp vinnu, til dæmis hafi komið fyrir að hella hafi þurft niður tanki af bjór því hann var hreinlega ekki nógu góður, fái hann hugmynd af nýjum bjór festi hann vart svefn þar til búið sé að brugga hann og ef honum detti í hug að hægt sé að gera bjór betri hiki hann ekki við að breyta uppskriftinni! Húsavík Öl er í miklum vexti þessa dagana og í viðtalinu leiðir Þorsteinn okkur í gegnum söguna af því hvernig fyrirtækið varð til, hugmyndafræðina bakvið bjórinn og lífið hans sem bruggari.

Gott spjall.

 

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Vantar þig grill? Verkfæri í garðinn? Gleymdirðu að borga í stæði eða áttu eftir að kaupa tækifærisgjöf? Sama hvað þú ert að bardúsa finnur þú svarið á hagstæðu verði í Síminn Pay appinu.

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku í sumar. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E61

 – Unnur Ösp Stefánsdóttir er leikkona fram í fingurgóma en fullyrðir þó að hún hafi verið alveg ömurleg sem slík lengi framan af ferlinum. Hún fékk nýlega aragrúa af Grímuverðlaunum fyrir sýninguna Vertu úlfur sem leikin er af manninum hennar, Birni Thors. STVF vekur athygli á að sýningar á því verki hefjast aftur í ágúst. Þar fyrir utan þekkjum við hana fyrir allt hið góða sem Vesturport hefur sett upp, kvennafangelsisþáttaröðin Fangar var ekkert nema listaverk, en þar kom hún að svo að segja öllu. Hún er trukkur, fjögurra barna móðir og hefur fengið að bragða á flestum útgáfum lífsins. Hún er rétt að byrja og handa við hornið bíða næstu meistaraverk. Hún á auðvelt með að gefa af sér og gerir það svo sannarlega í þessu viðtali.

Gott spjall.

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Pantaðu mat í appinu og fylgstu sérstaklega með tilboðum á þriðjudögum. Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu borgara frá Smass þegar þú nennir ekki að elda.

 – Sjóvá býður upp á STVF.

Brjóttu iPaddinn þinn og láttu Sjóvá beinlínis hvetja þig til að fara með hann í viðgerð. Ef þú ert svo eins og Snæbjörn frestar þú því um margar vikur. Sjóvá > Snæbjörn

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E60

 – Hallgrímur Ólafsson er að eigin sögn frábær í að veiða í soðið og selja alls konar dót. Hann er einni fínasti tónlistarmaður en það tók hann þónokkurn tíma að treysta á færni sína á leiksviðinu, þótt það síðarnefnda sé atvinnan hans. Hann er Skagamaður í húð og hár, alinn upp á Bubba og finnst best að vinna í hóp, þar sem hann fær ekki margar hugmyndir sjálfur. Einnig finnst honum mikilvægt að gera hlutina af sannfæringu og taka þá alla leið, ekki vinna í hálfkáki. Til að mynda hefur hann enga þolinmæði fyrir hollustuútgáfum á mat sem á að vera óhollur! Í dag nýtur hann að geta valið sjálfur verkefnin sem hann tekur að sér – þó hann finni gleðina á sviðinu í hverju hlutverki.

Gott spjall.

 

 

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Vertu eins og Snæbjörn og pantaðu þér gúrme veislu frá Duck and Rose – allt í Síminn Pay appinu.

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

S01E59

 – Sigmar Guðmundsson er fimmtíu og tveggja ára faðir í vísitölufjölskyldu. Þar er þó ekki öll sagan sögð. Andlit hans hefur verið tíður gestur á heimilum landsmanna, þar sem Sigmar hefur unnið í mörg ár í sjónvarpi sem fréttaritari, þáttastjórnandi og ritstjóri þótt fátt eitt sé nefnt. Nú í ár hefur Sigmar undið kvæði sínu rækilega í kross, sagt skilið við fjölmiðla og stefnir á framboð til þings á framboðslista Viðreisnar haustið 2021. Lífið hefur fært Sigmari mörg stórkostleg tækifæri en hefur þó ekki ávallt verið dans á rósum; hann er óvirkur alkóhólisti og hefur þurft að sigrast á sínum djöflum til að komast á þann stað sem hann er í í dag. Þessa dagana er hann spenntur fyrir nýrri áskorun, þakklátur fyrir lífið sem hann hefur byggt sér, heltekinn af náttúruhlaupum og að eigin sögn mjög lánsamur maður.

Gott spjall.

 

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Í appi Símans Pay getur þú pantað girnilegan mat í Mathallarflipanum. Fagnaðu mánaðamótunum með rjúkandi Flateyjarpizzu eða borgara af Fabrikkunni. Namm namm.

 

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

 

S01E58

 – Þótt hann sé aðeins tuttugu og eins árs gamall hefur Kristinn Óli Haraldsson sett mark sitt á íslenskt tónlistarlíf. Króli, eins og hann er betur þekktur, hefur ásamt samstarfsmanni sínum JóaPé átt söluhæstu plötu ársins tvö ár í röð en allir Íslendingar kannast við lagið þeirra B.O.B.A. skaut þeim félögum upp á stjörnuhimininn árið 2017. Auk þess á Kristinn að baki leikferil sem hófst þegar hann var einungis tíu ára. En þrátt fyrir öll þessi afrek á Kristinn erfitt með að lýsa sjálfum sér sem hæfileikaríkum og kallar sig frekar mislyndan geðhnoðra. Þessi snögga landsfrægð hafði einnig slæm áhrif á geðheilsu Kristins en í viðtalinu deilir hann með Snæbirni ferli sínu í hringiðu frægðarinnar, depurð og sjálfsskaðahugsunum og hvernig hann viðheldur geðheilbrigði sínu dags daglega meðfram öllum ævintýrunum.

Gott spjall.

 

 

 – Síminn Pay býður upp á STVF.

Í léttkaupinu þessa vikuna er Galaxy Tab A7 4G spjaldtölvan á 40% afslætti fyrir einungis 35.994,- krónur! Stökktu á þessa nettu búbót í Síminn Pay appinu.

https://www.siminn.is/siminn-pay

 

 – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum, Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

« Newer Episodes Older Episodes »

Podbean App

Play this podcast on Podbean App