S01E22

 – Flosi Þorgeirsson er vinur minn. Hann er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar sem Hljóðkirkjan framleiðir. Hann hefur lifað allskonar tíma og ekki alltaf góða. Faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þynglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Hann er framúrskarandi greindur og vel gefinn, skemmtilegur með afbrigðum, opinn og æðrulaus. 

Gott spjall.

 – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Share

Play this podcast on Podbean App