Episodes

Thursday Jul 29, 2021
#0063 Agnes Grímsdóttir
Thursday Jul 29, 2021
Thursday Jul 29, 2021
S01E63
– Í dag er þátturinn með óreglulegu sniði. Þar sem Snæbjörn er í sumarfríi ákvað hann að gera sér lífið auðvelt og taka stutt viðtal við konu sína, hana Agnesi Grímsdóttur. Hún Agnes er Húsvíkingur, snyrtifræðingur á Madison Ilmhúsi, söngkona og áhugamaður um lífið; kona sem að eigin sögn þrífst ekki vel í logni. Agnes er eiginkona Snæbjörns og eiga þau saman tvö börn. Þau hjónin fá oft spurninguna, hvort í sínu lagi, um það hvernig það sé að vera gift Snæbirni, og í þessum þætti reyna þau að svara þeirri spurningu, Agnes í hreinskilni og Snæbjörn í örlitlu stressi.
Gott spjall.
– Síminn Pay býður upp á STVF.
Jæja, fyrst þetta fór svona er þá ekki bara upplagt að halda sig til hlés og panta matinn heim? Prófaðu nýjan veitingastað í Síminn Pay appinu.
– Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku í sumar. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.