Episodes

Thursday Dec 10, 2020
#0030 Hlynur Páll Pálsson
Thursday Dec 10, 2020
Thursday Dec 10, 2020
S01E30
– Hlynur Páll er framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Hann hefur gríðarlega reynslu sem allra handa listrænn stjórnandi leikhúsanna og hefur komið að listum frá unga aldri, þá sérstaklega sviðslistum. Þótt Hlynur sé kominn á fimmtugsaldurinn reynir hann að leika sér eins mikið og hann getur og spilar borð- og spunaspil af miklum móð. Við Hlynur kynntumst einmitt fyrir sirka einu og hálfu ári síðan þegar við vorum boðaðir til sama spunaspilsins og höfum spilað saman mjög reglulega síðan. Hlynur er einn allra skemmtilegasti, best gefni, frjóasti og áhugaverðasti einstaklingur sem ég hef kynnst á seinni árum.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Dec 03, 2020
#0029 Birgitta Haukdal
Thursday Dec 03, 2020
Thursday Dec 03, 2020
S01E29
– Birgitta Haukdal er poppstjarna og rithöfundur. Hún er frá Húsavík og tengist heimabænum sterkum böndum. Þar ólst hún upp en flutti suður í borgina til þess að elta tónlistina. Árin þar á undan höfðu reynst henni erfið því hún missti eldri bróður sinn þegar hann tók líf sitt, þá sjálfur á unglingsaldri. Síðar meir missti Birgitta vinkonu sína á sama hátt og allt hefur þetta vitaskuld markað hana til framtíðar. Við Birgitta þekkjumst ágætlega án þess þó að vera nánir vinir. Ég þekkti sjálfur bróður hennar lítið eitt og Þórdísi vinkonu hennar mun betur. Þá hef ég að auki sjálfur kynnst sjálfsvígum á eigin skinni sem einnig ber á góma í þættinum. Þetta ræddum við allt saman, en auðvitað allskonar skemmtilega hluti líka.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Nov 26, 2020
#0028 Björgvin Franz
Thursday Nov 26, 2020
Thursday Nov 26, 2020
S01E28
– Björgvin Franz er múltítalent og orkusprengja. Hann er leikari, söngvari, eftirherma, sjónvarpsmaður, mikill gleðigjafi og afskaplega margt fleira. Hann er sonur tveggja af allra fremstu gamanleikurum þjóðarinnar fyrr og síðar og líf hans hefur litast af því – bæði góðum litum en líka erfiðum. Hann hefur farið í gegnum mikla sjálfsskoðun á seinni hluta ævinnar og horfst í augu við bresti sína og aðra djöfla. Hann varð nýlega fyrir áfalli þegar Gísli Rúnar faðir hans fyrirfór sér eftir ævilanga baráttu við þunglyndi og vinnur úr því á aðdáunarverðan hátt. Björgvin hefur 100% húmor fyrir sjálfum sér og göllum sínum en gerir sér mögulega ekki fulla grein fyrir öllum kostunum. Og þeir eru margir því Björgvin Franz er snillingur.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Nov 19, 2020
#0027 Selma Björns
Thursday Nov 19, 2020
Thursday Nov 19, 2020
S01E27
– Selma Björnsdóttir er söngkona, leikkona, leikstjóri og svo margt fleira að það er ómögulegt að telja það upp. Hún kom Íslandi á Eurovision-kortið þegar hún söng All Out Of Luck árið 1999 sem gerði hana að súperstjörnu. Hún er listakona fram í fingurgóma, skelegg, fylgin sér og stendur fast á sínu. Hún heldur einkalífinu út af fyrir sig og líður ekkert kjaftæði. Hún lætur ekkert stoppa sig en ef það er eitthvað sem hefur komist nærri því að stoppa hana er það kvíði og framkomuótti. Hún er athafnastjóri hjá Siðmennt og hefur lagt stund á ótrúlegustu hluti, bæði skemmtilega og leiðinlega. Selma er ótrúleg blanda af skipulagi og kaótík.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Nov 12, 2020
#0026 Björg Magnúsdóttir
Thursday Nov 12, 2020
Thursday Nov 12, 2020
S01E26
– Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, 8 þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Hún er fráskilin og djúpt hugsandi manneskja sem líður ekki vel þegar allt stendur í stað. Hún sér gleðina í litlu hlutunum og trúir á að vinna vinnuna sem vinna þarf þegar ástríðuverkefni banka upp á. Ég gleymdi að spyrja hana að því hvort hún gæti hugsað sér að verða forseti lýðveldisins en ef svarið hefði verið já og af því yrði værum við í réttum höndum.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Nov 05, 2020
#0025 Andrea Jónsdóttir
Thursday Nov 05, 2020
Thursday Nov 05, 2020
S01E25
– Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Hún veit allt um rokktónlist og lifði það sem við hin getum bara lesið um, fylgist með því nýja og man það gamla. Hún segist ekki vera að safna en á mörgþúsund plötur og geisladiska engu að síður. Hún sér alltaf lausnir frekar en vesen, trúir að sár grói og vill gefa öðrum séns á því að átta sig þótt viðkomandi er röngu megin við línuna. Og hún er einn mesti töffari sem Ísland hefur nokkurn tímann átt.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Oct 29, 2020
#0024 Ugla Stefanía
Thursday Oct 29, 2020
Thursday Oct 29, 2020
S01E24
– Ugla Stefanía er að norðan. Hún er ötul talskona hinsegin fólks, er sjálf transkona og kynsegin. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Hún kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton og segir hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Oct 22, 2020
#0023 Svanhildur Hólm
Thursday Oct 22, 2020
Thursday Oct 22, 2020
S01E23
– Svanhildur Hólm er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en þó höfum við ekki séð hana á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri viðskiptaráðs. Hún og maðurinn hennar eiga alls sjö börn og áttu fimm þeirra áður en sambandið hófst. Hún er nörd og hægrisinnaður bessevisser að eigin sögn. Hún er að norðan og lærði snemma að njóta leiðinlegra verka með því að vinna þau vel. Lögfræðingur að mennt og intróvert með lærða hegðun sem extróvert. Og ógeðslega skemmtileg.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

Thursday Oct 15, 2020
#0022 Flosi Þorgeirsson
Thursday Oct 15, 2020
Thursday Oct 15, 2020
S01E22
– Flosi Þorgeirsson er vinur minn. Hann er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar sem Hljóðkirkjan framleiðir. Hann hefur lifað allskonar tíma og ekki alltaf góða. Faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þynglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Hann er framúrskarandi greindur og vel gefinn, skemmtilegur með afbrigðum, opinn og æðrulaus.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.

Thursday Oct 08, 2020
#0021 Inga Lind
Thursday Oct 08, 2020
Thursday Oct 08, 2020
S01E21
– Inga Lind er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins, ræðumeistari, framleiðandi og allrahandatöffari. Hún hefur komið 5 börnum til manns, unnið í Svarta svaninum og tekið sér þriggja ára frí í Barcelona. Hún hefur afskaplega þægilegt viðmót en hefur þó þurft að fara á talbeitingarnámskeið til að lækka hljómfall raddarinnar því að eigin sögn átti hún það til að galopna augun og tala svo hátt uppi að óþægilegt þótti. Hún á sér mjög mörg og mögulega óvenjuleg áhugamál, finnst gott að vera ein með sjálfri sér, rekur framleiðslufyrirtækið Skot Productions og býr í Garðabæ. Já, hún býr svo sannarlega í Garðabæ.
Gott spjall.
– Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.